Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. Vísir/Vilhelm „Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
„Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30