Lífsnauðsynlegt að mæta á Myrka músíkdaga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 14:30 Í dag er það sem áður var talið vera jaðrinum orðið að miðjunni, segir Gunnar Karel. Fréttablaðið/Eyþór Myrkir músíkdagar eru í fullum gangi en þeim lýkur laugardaginn 2. febrúar. Hátíðin var stofnuð árið 1980 og verður því fertug á næsta ári. „Það sem þessi hátíð skilar fyrst og fremst er frumflutningur á nýjum íslenskum, og að einhverju leyti erlendum verkum,“ segir Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, en þetta er þriðja hátíðin sem hann hefur umsjón með. „Þrjátíu og þrjú verk eru frumflutt á hátíðinni í ár sem er svipað því sem verið hefur frá upphafi. Þannig að ansi mikill fjöldi verka hefur verið frumfluttur á þeim áratugum sem liðnir eru frá því hátíðin var fyrst haldin.“Elsta verkið frá 1975 Gunnar Karel segir aðsókn að hátíðinni fara vaxandi en þar er flutt nútímatónlist, elsta verkið sem flutt verður þetta árið er frá 1975. „Það er æ meiri áhugi á þessari tegund tónlistar,“ segir hann. „Í forsölu vorum við með sérstaka hátíðarpassa og sala á þeim gekk vel, en það eru um það bil þúsund manns sem sækja hátíðina. Aldurshópurinn er frekar breiður en unga fólkið hefur verið dálítið utanveltu fyrir utan þá sem hafa alist upp í klassísku eða sígildu tónlistarumhverfi. Ég hef leitast við að kalla til leiks yngri tónlistarmenn sem kalla má framúrstefnu-raftónlistarmenn. Það hefur gefið góða raun. Frá því Listaháskólinn hóf tónsmíðanám 2004 hefur áhugi ungs fólks á þeirri tónlist aukist.“Hlúð að grasrótinni Hann segir hátíðina vera mikilvægan vettvang fyrir ungt tónlistarfólk sem vill koma verkum sínum á framfæri. „Við reynum að hlúa að grasrótinni og veitum brautargengi bæði ungum flytjendum og ungum tónskáldum. Áhugi hér innan lands er mikill en einnig erlendis. Umsóknarferli er fyrir þá sem vilja koma á hátíðina og í ár fengum við 350 umsóknir, margar erlendis frá, en getum einungis sinnt brotabroti af þeim.“ Spurður hvað beri hæst á dagskránni þetta árið nefnir Gunnar Karel sinfóníutónleika sem verða næstkomandi fimmtudag, 31. janúar. „Þar verða aðallega flutt verk eftir kventónskáld, verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Maríu Huld Markan og Veroniku Vöku og Þuríði Jónsdóttur. Það eru spennandi tónleikar. Nordic Affect, sem er staðarlistahópur Myrkra músíkdaga, heldur tónleika á föstudaginn 1. febrúar, en hópurinn hefur verið að vinna með Maju S. K. Ratkje sem er norskt tónskáld og hljóðlistarkona. Á uppskerutónleikunum Yrkju fá ung tónskáld tækifæri til að láta ljós sitt skína með stuðningi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands en þeir tónleikar verða á föstudag í Hörpu. Svo verður að nefna litháíska tónlistarmanninn Arma, sem er raftónlistargjörningamaður. Það er ótrúlega gaman að sjá hann á sviði og má búast við hverju sem er. Hann mun koma fram á Húrra 2. febrúar kl. 23.30 að loknum lokatónleikum hátíðarinnar með Kammersveit Reykjavíkur.“Jaðar orðinn að miðju Gunnar Karel segir alla eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Myrkum músíkdögum. „Við erum smátt og smátt að færast nær því sem fólk myndi kalla main-stream. Í dag er það sem áður var talið vera á jaðrinum orðið að miðjunni. Það á ekki bara við um tónlist heldur mjög margar aðrar listgreinar þar sem það sem er ágengt er farið að vekja meira umtal og fólk er farið að kunna að meta það meir en áður. Það er að mínu mati hollt, og jafnvel lífsnauðsynlegt fyrir alla að mæta á Myrka músíkdaga og sjá eitthvað nýtt og ögrandi.“ Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myrkir músíkdagar eru í fullum gangi en þeim lýkur laugardaginn 2. febrúar. Hátíðin var stofnuð árið 1980 og verður því fertug á næsta ári. „Það sem þessi hátíð skilar fyrst og fremst er frumflutningur á nýjum íslenskum, og að einhverju leyti erlendum verkum,“ segir Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, en þetta er þriðja hátíðin sem hann hefur umsjón með. „Þrjátíu og þrjú verk eru frumflutt á hátíðinni í ár sem er svipað því sem verið hefur frá upphafi. Þannig að ansi mikill fjöldi verka hefur verið frumfluttur á þeim áratugum sem liðnir eru frá því hátíðin var fyrst haldin.“Elsta verkið frá 1975 Gunnar Karel segir aðsókn að hátíðinni fara vaxandi en þar er flutt nútímatónlist, elsta verkið sem flutt verður þetta árið er frá 1975. „Það er æ meiri áhugi á þessari tegund tónlistar,“ segir hann. „Í forsölu vorum við með sérstaka hátíðarpassa og sala á þeim gekk vel, en það eru um það bil þúsund manns sem sækja hátíðina. Aldurshópurinn er frekar breiður en unga fólkið hefur verið dálítið utanveltu fyrir utan þá sem hafa alist upp í klassísku eða sígildu tónlistarumhverfi. Ég hef leitast við að kalla til leiks yngri tónlistarmenn sem kalla má framúrstefnu-raftónlistarmenn. Það hefur gefið góða raun. Frá því Listaháskólinn hóf tónsmíðanám 2004 hefur áhugi ungs fólks á þeirri tónlist aukist.“Hlúð að grasrótinni Hann segir hátíðina vera mikilvægan vettvang fyrir ungt tónlistarfólk sem vill koma verkum sínum á framfæri. „Við reynum að hlúa að grasrótinni og veitum brautargengi bæði ungum flytjendum og ungum tónskáldum. Áhugi hér innan lands er mikill en einnig erlendis. Umsóknarferli er fyrir þá sem vilja koma á hátíðina og í ár fengum við 350 umsóknir, margar erlendis frá, en getum einungis sinnt brotabroti af þeim.“ Spurður hvað beri hæst á dagskránni þetta árið nefnir Gunnar Karel sinfóníutónleika sem verða næstkomandi fimmtudag, 31. janúar. „Þar verða aðallega flutt verk eftir kventónskáld, verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Maríu Huld Markan og Veroniku Vöku og Þuríði Jónsdóttur. Það eru spennandi tónleikar. Nordic Affect, sem er staðarlistahópur Myrkra músíkdaga, heldur tónleika á föstudaginn 1. febrúar, en hópurinn hefur verið að vinna með Maju S. K. Ratkje sem er norskt tónskáld og hljóðlistarkona. Á uppskerutónleikunum Yrkju fá ung tónskáld tækifæri til að láta ljós sitt skína með stuðningi frá Sinfóníuhljómsveit Íslands en þeir tónleikar verða á föstudag í Hörpu. Svo verður að nefna litháíska tónlistarmanninn Arma, sem er raftónlistargjörningamaður. Það er ótrúlega gaman að sjá hann á sviði og má búast við hverju sem er. Hann mun koma fram á Húrra 2. febrúar kl. 23.30 að loknum lokatónleikum hátíðarinnar með Kammersveit Reykjavíkur.“Jaðar orðinn að miðju Gunnar Karel segir alla eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Myrkum músíkdögum. „Við erum smátt og smátt að færast nær því sem fólk myndi kalla main-stream. Í dag er það sem áður var talið vera á jaðrinum orðið að miðjunni. Það á ekki bara við um tónlist heldur mjög margar aðrar listgreinar þar sem það sem er ágengt er farið að vekja meira umtal og fólk er farið að kunna að meta það meir en áður. Það er að mínu mati hollt, og jafnvel lífsnauðsynlegt fyrir alla að mæta á Myrka músíkdaga og sjá eitthvað nýtt og ögrandi.“
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira