Páll Magnússon segir fjölmiðlafrumvarp ekki taka á yfirburðum RÚV Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 12:44 Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla ekki eitt og sér ná að rétta við það ójafnvægi sem ríki milli þeirra og Ríkisútvarpsins. Vegur þess hafi farið vaxandi á kostnað einkarekinna fjölmiðla og draga verði úr yfirburðarstöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Styrkirnir verði í formi endurgreiðslu á allt að 25% af hluta ritstjórnarkostnaðar. Hver fjölmiðill geti þó ekki fengið hærri upphæð en 50 miljónir í styrk árlega og heildarframlag ríkisins verði um 400 milljónir króna. Alls kyns skilyrði eru síðan sett um tíðni birtingar, efnistök og fjölda starfsmanna á ritstjórnum fyrir því að fjölmiðill fái styrk. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhætt að fagna því að frumvarp Lilju sé komið fram og það horfi til bóta og í því felist viðurkenning á að ójafnvægi ríki á milli Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla á markaði. „En ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það verði ekki komið á eðlilegu ástandi nema að fyrirferð Ríkisútvarpsins á þessum markaði, einkum auglýsingamarkaði, verði með einhverjum hætti takmörkuð,” segir Páll. Þeir styrkir sem frumvarpið geri ráð fyrir til einkarekinna fjölmiðla hrökkvi skammt til að rétta stöðuna. Ríkisútvarpið sé með um 2,2 milljarða í auglýsingatekjur á ári. Það sé um 20 prósent af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og um 40 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. Þegar menntamálaráðherra kynnti hugmyndir sínar varðandi fjölmiðla fyrst um mitt síðasta ár sagði hún einnig að takamarka ætti mínútufjölda auglýsinga Ríkisútvarpsins á hverri klukkustund, en ekki er tekið á því í frumvarpinu. „Eins og fyrirkomulagið er hjá okkur hefur það orðið til hlutfallslegrar eflingar á Ríkisútvarpinu á kostnað hinna miðlanna. Á þessu verður að taka,” segir Páll. Frumvarpið sé ekki enn komið til þingflokka stjórnarflokkanna en geri það væntanlega fyrir lok vorþings. Í framhaldinu hljóti að fylgja frumvarp sem taki á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Páll segir sjónarmið hans almenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það kann að vera einhver áferðarmunur á þeim því málið hefur ekki fengið neina formlega afgreiðslu þar. En ég held að flestir þingmenn sjálfstæðismanna séu á því að þetta þurfi að koma til líka,” Páll Magnússon.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Sjá meira