Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:01 Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvin. Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent