Miðflokksmenn vilja banna ljósmyndun innan og utan dómhúsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 15:56 Þorsteinn telur það geta haft áhrif á sakborninga, vitni og fleiri ef þeir eiga von á myndatökum á leið til þinghalds. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00