Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 11:59 Stefán Ólafsson, hagfræðingur sýndi nokkrar leiðir hvernig breytingar í skattkerfinu yrðu fjármagnaðar. Stefán er annars skýrsluhöfunda. Vísir/Vilhelm Efling stéttarfélag leggur til að tekið verði upp fjölþátta skattkerfi og að gerðar verði gagngerar breytingar á skattkerfinu í heild sinni fyrst ekki sé svigrúm til skattalækkanna. Breytingarnar gætu skilað tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu hjá tekjulægstu hópunum.Niðurstöður skýrsluhöfunda er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi en nú, er að því fram kemur í skýrslunni sem kynnt var í morgun. Með tillögunum er leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrgði sem orðið hefur og að láglaunafólk og lífeyrisþegar fái að minnsta kosti tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu kostnaðar verði tillögurnar að veruleika.Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur er annar skýrsluhöfundaVísir/Vilhelm„Okkar helstu tillögur er það að gera breytingar á fjölmörgum þáttum skattkerfisins. Kannski fyrst og fremst tekjuskattskerfinu í þeim tilgangi að lækka skattbyrðina á neðri hluta skalans, reyndar er gert ráð fyrir að það verði lækkun eða lítil breyting á öllum obbanum kannski í 80-90% af launþegum ,“ sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Þá yrði lítil breyting á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Indriði segir hins vegar að ekki sé svigrúm til skattalækkana. „Breytingarnar sem við leggjum til eða tökum undir er að fjölga skatt þrepunum. Byrja á skattþrepi sem er lægra heldur en núverand lægsta skattþrep. það myndi hækka skattleysismörkin, en auk þess að þá gerum við ráð fyrir að, og sýnum fram á að það sé hægt að afla þessara tekna, sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í samfélaginu,“ sagði Indriði.Tillögurnar ganga út á að horfið yrði frá núverandi tveggja þrepa skattkerfi, og persónuafsláttur og skattleysismörk hækkuð. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarVísir/VilhelmHalda áfram að sækja á atvinnurekendur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir tillögurnar ekki ganga á kröfu stéttarfélagsins um beinar prósentu- eða krónutölulaunahækkanir í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. „Mín afstaða er sú, og hún er mjög afdráttarlaus og eindregin, að við sækjum fram á atvinnurekendur til þess að fá þær launahækkanir sem við sannalega eigum inni en jafnframt er það bara mikilvægt pólitískt réttlætismál að skattkerfið verði raunverulega það jöfnunartæki sem það á að vera,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Skýrslu Eflingar má lesa í heild sinni hér Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5. febrúar 2019 18:45 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Efling stéttarfélag leggur til að tekið verði upp fjölþátta skattkerfi og að gerðar verði gagngerar breytingar á skattkerfinu í heild sinni fyrst ekki sé svigrúm til skattalækkanna. Breytingarnar gætu skilað tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu hjá tekjulægstu hópunum.Niðurstöður skýrsluhöfunda er útfærð umbótaáætlun til að ná fram sanngjarnara og skilvirkara skattkerfi en nú, er að því fram kemur í skýrslunni sem kynnt var í morgun. Með tillögunum er leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrgði sem orðið hefur og að láglaunafólk og lífeyrisþegar fái að minnsta kosti tuttugu þúsund króna lækkun staðgreiðslu kostnaðar verði tillögurnar að veruleika.Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur er annar skýrsluhöfundaVísir/Vilhelm„Okkar helstu tillögur er það að gera breytingar á fjölmörgum þáttum skattkerfisins. Kannski fyrst og fremst tekjuskattskerfinu í þeim tilgangi að lækka skattbyrðina á neðri hluta skalans, reyndar er gert ráð fyrir að það verði lækkun eða lítil breyting á öllum obbanum kannski í 80-90% af launþegum ,“ sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Þá yrði lítil breyting á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Indriði segir hins vegar að ekki sé svigrúm til skattalækkana. „Breytingarnar sem við leggjum til eða tökum undir er að fjölga skatt þrepunum. Byrja á skattþrepi sem er lægra heldur en núverand lægsta skattþrep. það myndi hækka skattleysismörkin, en auk þess að þá gerum við ráð fyrir að, og sýnum fram á að það sé hægt að afla þessara tekna, sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í samfélaginu,“ sagði Indriði.Tillögurnar ganga út á að horfið yrði frá núverandi tveggja þrepa skattkerfi, og persónuafsláttur og skattleysismörk hækkuð. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarVísir/VilhelmHalda áfram að sækja á atvinnurekendur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir tillögurnar ekki ganga á kröfu stéttarfélagsins um beinar prósentu- eða krónutölulaunahækkanir í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. „Mín afstaða er sú, og hún er mjög afdráttarlaus og eindregin, að við sækjum fram á atvinnurekendur til þess að fá þær launahækkanir sem við sannalega eigum inni en jafnframt er það bara mikilvægt pólitískt réttlætismál að skattkerfið verði raunverulega það jöfnunartæki sem það á að vera,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Skýrslu Eflingar má lesa í heild sinni hér
Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19 Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5. febrúar 2019 18:45 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. 6. febrúar 2019 14:19
Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5. febrúar 2019 18:45
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17