Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 20:27 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“ Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“
Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41