Lóan og landslagsmyndir áberandi í nýrri útgáfu íslenskra vegabréfa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:18 Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Þjóðskrá Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en þar segir að eldri vegabréf haldi gildi sínu þar til þau renna út og því þarf ekki að sækja um nýtt vegabréf nema það eldra sé ekki lengur í gildi. Undirbúningur fyrir útgáfu nýrra hófst árið 2015. Stofnkostnaður verkefnisins var um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Á myndinni má sjá allar útgáfur íslenskra vegabréfa.Þjóðskrá Kápan heldur bláa litnum „Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetningu þeirra á korti. Heiðlóan er jafnframt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vegabréfinu er verið að auka öryggi í útgáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vegabréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vegabréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar. Nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Dómsmálaráðherra og forstjóri Þjóðskrár með nýja útgáfu af íslenska vegabréfinu.Þjóðskrá Verkefnið klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með Þar er einnig haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra stofnunarinnar, að þar á bæ séu menn spenntir fyrir því að taka í notkun nýtt framleiðslukerfi vegabréfa. „Einnig er útlit nýrra vegabréfa með aðeins breyttu sniði sem mikil vinna hefur verið lögð í og við erum afar ánægð með. Þessar breytingar marka tímamót sérstaklega að því leyti að þarna er verið að taka skref í átt að auknu öryggi bæði hvað varðar framleiðsluferlið og vegabréfabækurnar. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét. Þá er haft eftir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að Þjóðskrá hafi staðið vel að breytingum á útgáfu vegabréfa síðastliðin fjögur ár. „Breytingarnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja öryggi á þessum vettvangi í takti við alþjóðlegar kröfur og staðla. Það hefur verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en það klárast nú innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Þá er einnig gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslutíma vegabréfa, sem er nú aðeins 2 dagar,“ segir Sigríður. Stjórnsýsla Lóan er komin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Sjá meira
Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en þar segir að eldri vegabréf haldi gildi sínu þar til þau renna út og því þarf ekki að sækja um nýtt vegabréf nema það eldra sé ekki lengur í gildi. Undirbúningur fyrir útgáfu nýrra hófst árið 2015. Stofnkostnaður verkefnisins var um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Á myndinni má sjá allar útgáfur íslenskra vegabréfa.Þjóðskrá Kápan heldur bláa litnum „Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetningu þeirra á korti. Heiðlóan er jafnframt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vegabréfinu er verið að auka öryggi í útgáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vegabréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vegabréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar. Nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Dómsmálaráðherra og forstjóri Þjóðskrár með nýja útgáfu af íslenska vegabréfinu.Þjóðskrá Verkefnið klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með Þar er einnig haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra stofnunarinnar, að þar á bæ séu menn spenntir fyrir því að taka í notkun nýtt framleiðslukerfi vegabréfa. „Einnig er útlit nýrra vegabréfa með aðeins breyttu sniði sem mikil vinna hefur verið lögð í og við erum afar ánægð með. Þessar breytingar marka tímamót sérstaklega að því leyti að þarna er verið að taka skref í átt að auknu öryggi bæði hvað varðar framleiðsluferlið og vegabréfabækurnar. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét. Þá er haft eftir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að Þjóðskrá hafi staðið vel að breytingum á útgáfu vegabréfa síðastliðin fjögur ár. „Breytingarnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja öryggi á þessum vettvangi í takti við alþjóðlegar kröfur og staðla. Það hefur verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en það klárast nú innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Þá er einnig gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslutíma vegabréfa, sem er nú aðeins 2 dagar,“ segir Sigríður.
Stjórnsýsla Lóan er komin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Sjá meira