Sjö staðir ætla hafa opið lengur vegna Superbowl Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 10:41 Keiluhöllin í Egilshöll ætlar að hafa opið til 06 á mánudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots. Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots.
Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira