Sjö staðir ætla hafa opið lengur vegna Superbowl Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2019 10:41 Keiluhöllin í Egilshöll ætlar að hafa opið til 06 á mánudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots. Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Sjö veitingastaðir hafa sótt um tímabundið leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna úrslitaleiks bandarísku fótboltadeildarinnar NFL, eða hin svokallaða Ofurskál, sem hefst rétt fyrir miðnætti næstkomandi sunnudagskvöld að íslenskum tíma og lýkur á fjórða tímanum aðfaranótt mánudags. Staðirnir sækja um leyfið til embættisins Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en þær eru háðar jákvæðum umsögnum frá borgarráði Reykjavíkur. Skrifstofustjóri borgarinnar hefur mælst til þess að borgarráð veiti umsóknunum jákvæða umsögn á fundi ráðsins í dag. Ef jákvæð umsögn fæst mun Keiluhöllin í Egilshöll í Grafarvogi hafa opið lengst, eða til klukkan sex að morgni mánudags. Á Hressingarskálanum og Bjarna Fel í Austurstræti verður opið til fimm, Sportbarinn Ölver í Glæsibæ verður með opið til hálf fimm, Ægisgarður og Bryggjan Brugghús úti á Granda og Bastard Brew and Food á Vegamótastíg verða með opið til fjögur og American Bar í Austurstræti til hálf fjögur.Tom Brady fer fyrir liði New England Patriots sem mætir Los Angeles Rams í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.vísir/gettySamkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er óheimilt að veita áfengi lengur en til klukkan 01, nema aðfaranætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga. Rekstrarleyfishafar er þó heimilað að sækja um leyfi sem viðbót við gilt rekstrarleyfi, svo vegna tímabundins viðbótarafgreiðslutíma áfengisveitinga. Er talið að úrslitaleikur NFL, eða Superbowl eins og hann kallast á ensku, falli að þeirri heimild. Óskað var upplýsinga frá lögreglu hvort einhverjar kvartanir hefðu borist vegna fyrri leyfisveitinga vegna Superbowl en lögregla staðfesti að engar kvartanir hefðu borist. Leikurinn hefst sem fyrr segir 23:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 22. Liðin sem eigast við eru Los Angeles Rams og New England Patriots.
Borgarstjórn NFL Veitingastaðir Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira