Lífið

Lady Gaga segir Pence vera versta fulltrúann fyrir kristin gildi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tónleikagestur náði eldræðu Lady Gaga á myndband.
Tónleikagestur náði eldræðu Lady Gaga á myndband. Vísir/getty
Söng-og leikkonan Lady Gaga fjallaði á milli laga um pólitík og trúmál á tónleikum sínum í Las Vegas á laugardag. Hún sagði að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, væri versti mögulegi fulltrúi fyrir hið kristilega líferni en hann varði á dögunum ákvörðun eiginkonu sinnar Karenar Pence, sem tilkynnti fyrir skömmu að hún hygðist snúa aftur til kennslu í kristilegum skóla sem útilokar LGBTQ-samfélagið.

Tónleikagestur náði eldræðu Lady Gaga á myndband.

„Mike Pence, þú sem telur að það sé í lagi að eiginkona þín vinni við skóla sem útilokar LGBTQ, þú hefur rangt fyrir þér. Þú ert versti mögulegi fulltrúinn fyrir kristin gildi“.

Sjálf sagðist hún vera kristin og bætti við að það væri alveg á hreinu að samkvæmt trúnni séu allir velkomnir og kristnir menn þyldu ekki fordóma. Söngkonan sagði Pence hafa gengið smánarlega fram.

Lady Gaga gerði ummæli Pence ekki aðeins að umfjöllunarefni heldur bar Donald Trump forseta Bandaríkjanna einnig á góma á tónleikunum.

„Ef fjandans forseti Bandaríkjanna gæti aðeins vinsamlegast virkjað stofnanir alríkisins á ný,“ segir Lady Gaga um lokanir stofnana. Hún segist hafa áhyggjur af ríkisstarfsmönnum sem hafi lítið á milli handanna og þurfi á launum sínum að halda.


Tengdar fréttir

Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi

Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×