Gagnrýndi lág fjárframlög til Samtakanna ´78 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 16:07 Hanna Katrín Friðriksson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og gagnrýndi fjárframlög ríkisins til Samtakanna ´78 en þau eru hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. Hanna Katrín rifjaði upp að um síðustu áramót færðust málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins frá velferðarráðuneytinu. Sagði Hanna Katrín að líklega væru þær breytingar í tengslum við yfirlýsingar um aðgerðir í þágu hinsegin fólks sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það vekur hins vegar athygli að þrátt fyrir þau fallegu orð eru Samtökin 78, einu hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi verulega van fjármögnuð og ef svo fer sem horfir stefnir í helmings niðurskurð frá því sem samtökin fengu frá velferðarráðuneytinu í fyrra. Heilar 6 milljónir króna þykir forsætisráðuneytinu viðeigandi að Samtökin ´78 fái fyrir ómetanlegt starf sitt á sviði fræðslu og ráðgjafar; til barna, ungmenna, aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólks, og áfram mætti telja,“ sagði Hanna Katrín og bætti við að á síðasta ári hlutu samtökin sérstaka viðurkenningu Barnaheilla fyrir fræðslu, ráðgjöf og félagsstarf um hinsegin málefni. „Sem betur fer, fyrir Samtökin ´78 og fjölmarga skjólstæðinga samtakanna, heilbrigðisstarfsfólk og aðra þá sem málið snertir, styður Reykjavíkurborg myndarlega við samtökin og heldur þannig lífi í þessari mikilvægu starfsemi.“ Hanna Katrín sagði að stjórnvöld gætu ekki „endalaust“ talað á einn máta en forgangsraðað á annan. „Þau geta ekki endalaust gert kröfu um eða gengið út frá því að einstaklingar beri ábyrgð á því að tryggja hér nauðsynleg og eðlileg mannréttindi í sjálfboðavinnu. Málaflokkur hinsegin fólks átti að sögn að fá aukið vægi með tilfærslunni yfir í hið nýja ráðuneyti jafnréttismála. Ég vona að það sé ekki frekar ástæða að óttast að niðurstaðan verði frekar sú að starfsemi hinna frjálsu félagasamtakanna Samtakanna ´78 verði í hættu við þær breytingar?“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira