Borgin tekur U-beygju í viðhorfi til breytinga á bílskúrum í íbúðir Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 11:10 Hverfisskipluaginu er ætla að fjölga íbúum í grónum hverfum og gera þau þannig sjálfbærari. Vísir/Vilhelm Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nýju hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt er ætlað að glæða hverfin nýju lífi með því að fá fleiri íbúa þangað þannig að grundvöllur sé fyrir aukinni verslun og þjónustu. Þannig verði hverfin sjálfbærari. Þetta sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að þetta nýja hverfaskipulag væri algjör viðsnúningur í viðhorfi borgarinnar til þess að breyta bílskúrum í íbúðir. Gunnlaugur Helgason, annar af þáttastjórnendum Bítisins, sagði í þættinum að hann hefði heyrt það í gegnum tíðina að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefði aldrei samþykkt umsóknir um að breyta bílskúrum í íbúðir. Sigurborg sagði þetta rétt og gekkst við því að um U-beygju væri að ræða í stefnu borgarinnar. Þrátt fyrir að ekki hefðu fengist leyfi fyrir að breyta bílskúrum í íbúðir þá væri raunveruleikinn sá að borgarbúar geri það engu að síður í mörgum tilvikum og því sé eðlilegra að festa þá heimild í reglugerð. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar á möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum. Verður skipulagið tekið fyrir í borgarráði í dag.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.Sigurborg sagði gríðarlega mikla vinnu að baki þessu skipulagi og rýnt í öll eldri skipulög og hugsað út í hvað hægt er að gera við húsin í hverfinu, hvar sé hægt að byggja og bæta við. Þegar hverfisskipulagið hefur öðlast gildi þá geta íbúar slegið heimilisfang sitt í hverfasjána og fengið þá upp allar heimildir á sínu húsnæði og hvernig þeir bera sig að við að sækja um heimildir. Hún fullyrti að aldrei hefði verið haft jafn mikið samráð við íbúa í einu skipulagsverkefni. Haldnir voru margir fundir með mismunandi rýnihópum en einnig voru svokallaðir eldhugar í hverfinu fengnir að borðinu. Hún sagði almenna sátt með þetta skipulag því ekki vær verið að neyða neinn til breytinga heldur geta íbúar sótt um á sínum forsendum. Nýja skipulaginu er ætlað að stuðla að verulegri fjölgun íbúða en samkvæmt áætlunum verður hægt að fjölga íbúðum í þessum þremur hverfum um 1.989. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir.
Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selás og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúðum. 24. janúar 2019 06:15