Bjartsýnn á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs nái fram að ganga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:13 Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG. vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mælir í dag fyrir frumvarpi um lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 ár í kosningum til sveitarstjórna. Um er að ræða sama frumvarp og hann lagði fram á þinginu 2017-2018 en það náði ekki fram að ganga þrátt fyrir að njóta mikils stuðnings þingheims eftir aðra umræðu. Andrés Ingi kveðst bjartsýnn á að frumvarpið fáist samþykkt nú þar sem gagnrýnin á síðasta sneri að mestu leyti að því hversu skammur tími var í að kosið yrði til sveitarstjórna. „Þá voru ekki nema tveir mánuðir til kosninga en ef maður lítur til atkvæðagreiðslunnar eftir aðra umræðu þá naut breytingin sem slík mikils stuðnings í þinginu,“ segir Andrés Ingi. Hann bendir á að nú séu þrjú ár í næstu kosningar til sveitarstjórna og því ætti tímaramminn ekki að standa í neinum. 21 þingmaður er skráður sem flutningsmaður frumvarpsins og koma þeir úr öllum flokkum nema Miðflokknum og Flokki fólksins. „Það að vera í meðflutningi er að sýna áþreifanlegan stuðning og ég held að það sé nokkuð sterkt að vera með þriðjung þingmanna,“ segir Andrés Ingi. Alþingi Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mælir í dag fyrir frumvarpi um lækkun kosningaaldurs úr 18 ára í 16 ár í kosningum til sveitarstjórna. Um er að ræða sama frumvarp og hann lagði fram á þinginu 2017-2018 en það náði ekki fram að ganga þrátt fyrir að njóta mikils stuðnings þingheims eftir aðra umræðu. Andrés Ingi kveðst bjartsýnn á að frumvarpið fáist samþykkt nú þar sem gagnrýnin á síðasta sneri að mestu leyti að því hversu skammur tími var í að kosið yrði til sveitarstjórna. „Þá voru ekki nema tveir mánuðir til kosninga en ef maður lítur til atkvæðagreiðslunnar eftir aðra umræðu þá naut breytingin sem slík mikils stuðnings í þinginu,“ segir Andrés Ingi. Hann bendir á að nú séu þrjú ár í næstu kosningar til sveitarstjórna og því ætti tímaramminn ekki að standa í neinum. 21 þingmaður er skráður sem flutningsmaður frumvarpsins og koma þeir úr öllum flokkum nema Miðflokknum og Flokki fólksins. „Það að vera í meðflutningi er að sýna áþreifanlegan stuðning og ég held að það sé nokkuð sterkt að vera með þriðjung þingmanna,“ segir Andrés Ingi.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00