Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 15:35 Sundlaugin í Úlfarsárdal. Myndin er tölvuteiknuð og sýnir ekki endanlegt útlit. VA arkitektar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Uppbygging innviða er að stærstum hluta annars vegar fasteignir borgarinnar ásamt búnaði í þær og hins vegar gatnagerð og uppbygging í umhverfi íbúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu að umfangsmiklar framkvæmdir séu í gangi hjá borginni. „Þar er fjárfestingin í íþróttamannvirkjum stærst að þessu sinni, en við erum með sérstaka áherslu á austurborgina með sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti sem stærstu verkefni. Við ætlum að reisa nýja hverfisbækistöð í Örfirisey og fara í viðhald á Borgarbókasafninu. Í velferðinni erum við að fjárfesta í smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs og hjúkrunarheimili við Sléttuveg er að rísa. Þá erum við að opna nýjar leikskóladeildir og taka í gegn skólalóðir. Svo setjum við 450 milljónir í lagningu hjólastíga, byrjum að hanna Borgarlínu og meira en 1200 milljónir króna í að malbika götur. Fjárfesting borgarinnar í innviðum af ýmsu tagi hafa aldrei verið umfangsmeiri,” segir Dagur. Í ár verður fjárfest í fasteignum og stofnbúnaði fyrir 9 milljarða og þar af fara rúmir 3,4 milljarðar til íþrótta- og tómstundamála, en Íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal og Íþróttamannvirki ÍR í Mjódd taka þar mest til sín. Framlög til skóla- og frístundamála nema tæpum 2,4 milljörðum og fer stór hluti til nýrra leikskóladeilda, auk þess sem settur er hálfur milljarður til endurgerðar leikskóla- og skólalóða. Til gatna- og umhverfisframkvæmda í ár fara einnig um 9 milljarðar og þar af eru nærri 2,8 milljarðar til uppbyggingar í nýjum hverfum s.s. Vogabyggð, Gufunes, Hlíðarenda, Úlfarsárdal og Vesturbugt. Gatnagerð í Miðborginni verður einnig fyrirferðarmikil en haldið verður áfram með endurgerð Hverfisgötu, Frakkastígs, Tryggvagötu og aðrar framkvæmdir á Austurbakka og Austurhöfn s.s. Steinbryggju. Samanlagt eru framlög til framkvæmda í Miðborginni 1,3 milljarður. Auk þessar miklu endurgerðar á götum verður haldið áfram með átak í malbikun gatna og verður rúmum 1,2 milljarði króna varið í það verkefni. Margvísleg umhverfis- og aðgengismál eru á listanum s.s. LED-væðing götulýsingar fyrir 440 milljónir og gerð göngu- og hjólastíga fyrir 450 milljónir. Borgarlínan er í ár á undirbúningsstigi en 200 milljónum verður ráðstafað til hennar. Til annarra framkvæmda fara síðan 2,2 milljarðar króna og þar af er um milljarður í hugbúnað og tölvubúnað Reykjavíkurborgar. Þá hefur 450 milljónum króna verið ráðstafað í íbúalýðræðisverkefnið Betri hverfi. Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Uppbygging innviða er að stærstum hluta annars vegar fasteignir borgarinnar ásamt búnaði í þær og hins vegar gatnagerð og uppbygging í umhverfi íbúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu að umfangsmiklar framkvæmdir séu í gangi hjá borginni. „Þar er fjárfestingin í íþróttamannvirkjum stærst að þessu sinni, en við erum með sérstaka áherslu á austurborgina með sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti sem stærstu verkefni. Við ætlum að reisa nýja hverfisbækistöð í Örfirisey og fara í viðhald á Borgarbókasafninu. Í velferðinni erum við að fjárfesta í smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs og hjúkrunarheimili við Sléttuveg er að rísa. Þá erum við að opna nýjar leikskóladeildir og taka í gegn skólalóðir. Svo setjum við 450 milljónir í lagningu hjólastíga, byrjum að hanna Borgarlínu og meira en 1200 milljónir króna í að malbika götur. Fjárfesting borgarinnar í innviðum af ýmsu tagi hafa aldrei verið umfangsmeiri,” segir Dagur. Í ár verður fjárfest í fasteignum og stofnbúnaði fyrir 9 milljarða og þar af fara rúmir 3,4 milljarðar til íþrótta- og tómstundamála, en Íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal og Íþróttamannvirki ÍR í Mjódd taka þar mest til sín. Framlög til skóla- og frístundamála nema tæpum 2,4 milljörðum og fer stór hluti til nýrra leikskóladeilda, auk þess sem settur er hálfur milljarður til endurgerðar leikskóla- og skólalóða. Til gatna- og umhverfisframkvæmda í ár fara einnig um 9 milljarðar og þar af eru nærri 2,8 milljarðar til uppbyggingar í nýjum hverfum s.s. Vogabyggð, Gufunes, Hlíðarenda, Úlfarsárdal og Vesturbugt. Gatnagerð í Miðborginni verður einnig fyrirferðarmikil en haldið verður áfram með endurgerð Hverfisgötu, Frakkastígs, Tryggvagötu og aðrar framkvæmdir á Austurbakka og Austurhöfn s.s. Steinbryggju. Samanlagt eru framlög til framkvæmda í Miðborginni 1,3 milljarður. Auk þessar miklu endurgerðar á götum verður haldið áfram með átak í malbikun gatna og verður rúmum 1,2 milljarði króna varið í það verkefni. Margvísleg umhverfis- og aðgengismál eru á listanum s.s. LED-væðing götulýsingar fyrir 440 milljónir og gerð göngu- og hjólastíga fyrir 450 milljónir. Borgarlínan er í ár á undirbúningsstigi en 200 milljónum verður ráðstafað til hennar. Til annarra framkvæmda fara síðan 2,2 milljarðar króna og þar af er um milljarður í hugbúnað og tölvubúnað Reykjavíkurborgar. Þá hefur 450 milljónum króna verið ráðstafað í íbúalýðræðisverkefnið Betri hverfi.
Skipulag Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira