Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 22:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira