Sá sig knúna til að leita til lögreglunnar vegna sögusagna um stelsýki Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 11:22 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira