Þetta mun gerast á Íslandi árið 2019 Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2019 09:00 Ed Sheeran, kjarabarátta, nýframkvæmdir og vegtollar, allt þetta verður í deiglunni árið 2019. Vísir Eins og flestum er vafalaust kunnugt um þá er árið 2019 gengið í garð. Það er því ekki úr vegi að líta fram á við og sjá hvað er framundan á þessu ári. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að eins og staðan er í dag þá munu Íslendingar ekki ganga til kosninga á árinu. Ed Sheeran mun heimsækja Íslendinga á árinu, karlalandsliðið keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta og þó nokkrar nýjar framkvæmdir munu líta dagsins ljós. Búast má við mikilli hörku í kjarabaráttu verkalýðsfélaga og atvinnurekenda í vetur þar sem margir kjarasamningar runnu út á áramótum. Hér fyrir neðan má sjá yfirferð Vísis fyrir árið 2019:Janúar Vestmannaeyjabær fagnar 100 ára afmæli á árinu, en sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar árið 1919. Ísland keppir á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Danmörku og Þýskalandi. Fyrsti þingfundur ársins verður 21. janúar.Bóndadagur, sem markar upphaf Þorra, er 25. janúar.Myrkir músíkdagar hefjast 26. janúar. Ríkisstjórnin mun vinna að sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins á vorþinginu. Væntanlega verða umræður um vegatolla miklar og þá mun fjármálaráðherra fylgja eftir frumvarpi um þjóðarsjóð. Sjávarútvegsráðherra mun leggja fram frumvarp um fiskeldi, gjaldtöku vegna nýtinga á eldissvæðum í sjó, breytingar á búvörulögum og frumvarp til að bregðast við dómum um innflutning á fersku kjöti. Ætlunin er að gera ráðstafanir til að stemma stigu við kennitöluflakki, endurskoða hlutverk framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og kynna nýsköpunarstefnu fyrir Ísland fyrir sumarið. Dómsmálaráðherra ætlar að lögfesta heimild foreldra til að semja um skipta búsetu barns og gera breytingar á lögum um helgidagafrið þannig að fellt verði úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Loftslagsmál, friðlýsingar og barátta gegn plastmengun verða efst á baugi umhverfisráðherra og mun utanríkisráðherra leggja áherslu á þróunarsamvinnu.FebrúarValentínusardagurinn er 14. febrúar.Konudagur, sem markar upphaf Góu, er sunnudaginn 24. febrúar. 21. febrúar fær íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu að vita hvaða mótherjum það mætir í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2021.Starfsmaður bakarís með heilan helling af rjómabollum en bolludagurinn verður 4. mars. FBL/Anton BrinkMarsHáskóladagurinn er haldinn 2. mars.Bolludagur er 4. mars. Sprengidagur er 5. mars.Öskudagur er 6. mars. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni Evrópumótsins á móti Andorra 22. mars næstkomandi. Þremur dögum síðar mæti liðið heimsmeisturum Frakka ytra. Gert er ráð fyrir að nýr Herjólfur muni hefja siglingar á á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar 30. mars næstkomandi. Grínistinn Eddie Izzard mætir í Hörpu 31. marsApríl Búist er við að þeir sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga muni slá í gegn í apríl.Pálmasunnudagur er 14. apríl.Blúshátíð í Reykjavík fer fram dagana 13. til 18. apríl. Skoska bræðrabandið The Proclaimers heldur tónleika í Hörpu 15. apríl.Skírdagur er 18. apríl.Föstudagurinn langi er 19. apríl. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði nær hámarki laugardaginn 20. apríl.Páskadagur er 21. apríl.Annar í páskum er 22. apríl.Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 25. apríl. Raftónlistarhátíðin Sónar hefst í Reykjavík fimmtudaginn 25. apríl.Maí 1. maí, baráttudagur verkalýðs, ber upp á miðvikudag í ár.Reykjavík Metalfest fer fram dagana 16.-18. mars.Uppstigningardagur er fimmtudaginn 30. maí.Júní Verktakafyrirtækið íslenskir aðalverktakar mun ljúka að hluta byggingu á 550 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri í Garðabæ mun rísa á árinu en hvenær það verður tekið í notkun er óvíst á þessari stundu. Sjómannadagurinn er sunnudaginn 2. júní.Hvítasunnudagur er sunnudaginn 9. júní. Þungarokkshátíðin Ascension MMXIX fer fram í Mosfellsbæ 13.-16. júní.Þjóðhátíðardagur Íslendinga ber upp á mánudegi 17. júní næstkomandi.Sumarsólstöður verða 21. júní næstkomandi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice í Reykjavík hefst 21. júní og stendur yfir í þrjá daga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnar 51 árs afmæli sínu 26. júní.Secret Solstice verður haldið í Reykjavík á sumarsólstöðum í ár.FBL/ÞórsteinnJúlí Sýning arkitektsins Ólafs Elíassonar í Tate Modern´s Tube Hall í Lundúnum verður opnuð 11. júlí en um er að ræða nokkurs konar yfirferð á ferli hans. Tónlistarhátíðin Eistnaflug verður haldin 10.-13. júlí. Listahátíðin Lunga stendur yfir 15.-22. júlí. Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystra 27. júlí.Ágúst Frídag verslunarmanna ber upp á mánudaginn 5. ágúst, en búast má við fjölda hátíða víðs vegar um land vegna verslunarmannahelgarinnar, þar á meðal Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einleikjahátíðin Act Alone fer fram dagana 8.-10. ágúst á Suðureyri.Hinsegin dagar fara fram 8. til 17. ágúst. Gleðigangan verður laugardaginn 17. ágúst.Flugeldasýning í Jökulsárlóni verður haldin 17. ágúst klukkan 23.Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður laugardaginn 10. ágúst. Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli dagana 10. og 11. ágúst.Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður laugardaginn 24. ágúst.Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi.Getty/Dave BenettSeptemberJazzhátíð Reykjavíkur verður dagana 4.-8. september. Búast má við að framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar, á milli Hveragerðis og Selfoss, verði lokið í haust og að þessi mikla samgöngubót verði tekin í notkun um það leyti.Október Listahátíðin Sequences verður haldin í október.Fyrsti vetrardagur er laugardaginn 26. október.Hrekkjavaka verður laugardaginn 31. október.Nóvember Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fagnar 20 ára afmæli í ár en hátíðin fer fram dagana 6. til 9. nóvember. Dagur íslenskrar tungu verður laugardaginn 16. nóvember.DesemberVetrarsólstöður verða 22. desember.Aðfangadagur jóla verður þriðjudaginn 24. desember.Ef þú ert með ábendingu um eitthvað sem mætti bæta við listann, sendu okkur þá endilega línu á ritstjorn (hjá) visir.is Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Framundan 2019: Nýtt fullvalda ríki, HM í knattspyrnu, Brexit og 30 ár frá falli Berlínarmúrsins Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2019 sem er nú gengið í garð. 8. janúar 2019 09:15 Mikið um að vera í geimnum á árinu Stefnt er að því að ná þó nokkrum merkum áföngum á árinu en hér verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. 3. janúar 2019 13:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Eins og flestum er vafalaust kunnugt um þá er árið 2019 gengið í garð. Það er því ekki úr vegi að líta fram á við og sjá hvað er framundan á þessu ári. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að eins og staðan er í dag þá munu Íslendingar ekki ganga til kosninga á árinu. Ed Sheeran mun heimsækja Íslendinga á árinu, karlalandsliðið keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta og þó nokkrar nýjar framkvæmdir munu líta dagsins ljós. Búast má við mikilli hörku í kjarabaráttu verkalýðsfélaga og atvinnurekenda í vetur þar sem margir kjarasamningar runnu út á áramótum. Hér fyrir neðan má sjá yfirferð Vísis fyrir árið 2019:Janúar Vestmannaeyjabær fagnar 100 ára afmæli á árinu, en sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar árið 1919. Ísland keppir á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Danmörku og Þýskalandi. Fyrsti þingfundur ársins verður 21. janúar.Bóndadagur, sem markar upphaf Þorra, er 25. janúar.Myrkir músíkdagar hefjast 26. janúar. Ríkisstjórnin mun vinna að sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins á vorþinginu. Væntanlega verða umræður um vegatolla miklar og þá mun fjármálaráðherra fylgja eftir frumvarpi um þjóðarsjóð. Sjávarútvegsráðherra mun leggja fram frumvarp um fiskeldi, gjaldtöku vegna nýtinga á eldissvæðum í sjó, breytingar á búvörulögum og frumvarp til að bregðast við dómum um innflutning á fersku kjöti. Ætlunin er að gera ráðstafanir til að stemma stigu við kennitöluflakki, endurskoða hlutverk framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og kynna nýsköpunarstefnu fyrir Ísland fyrir sumarið. Dómsmálaráðherra ætlar að lögfesta heimild foreldra til að semja um skipta búsetu barns og gera breytingar á lögum um helgidagafrið þannig að fellt verði úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Loftslagsmál, friðlýsingar og barátta gegn plastmengun verða efst á baugi umhverfisráðherra og mun utanríkisráðherra leggja áherslu á þróunarsamvinnu.FebrúarValentínusardagurinn er 14. febrúar.Konudagur, sem markar upphaf Góu, er sunnudaginn 24. febrúar. 21. febrúar fær íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu að vita hvaða mótherjum það mætir í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2021.Starfsmaður bakarís með heilan helling af rjómabollum en bolludagurinn verður 4. mars. FBL/Anton BrinkMarsHáskóladagurinn er haldinn 2. mars.Bolludagur er 4. mars. Sprengidagur er 5. mars.Öskudagur er 6. mars. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni Evrópumótsins á móti Andorra 22. mars næstkomandi. Þremur dögum síðar mæti liðið heimsmeisturum Frakka ytra. Gert er ráð fyrir að nýr Herjólfur muni hefja siglingar á á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar 30. mars næstkomandi. Grínistinn Eddie Izzard mætir í Hörpu 31. marsApríl Búist er við að þeir sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga muni slá í gegn í apríl.Pálmasunnudagur er 14. apríl.Blúshátíð í Reykjavík fer fram dagana 13. til 18. apríl. Skoska bræðrabandið The Proclaimers heldur tónleika í Hörpu 15. apríl.Skírdagur er 18. apríl.Föstudagurinn langi er 19. apríl. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði nær hámarki laugardaginn 20. apríl.Páskadagur er 21. apríl.Annar í páskum er 22. apríl.Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 25. apríl. Raftónlistarhátíðin Sónar hefst í Reykjavík fimmtudaginn 25. apríl.Maí 1. maí, baráttudagur verkalýðs, ber upp á miðvikudag í ár.Reykjavík Metalfest fer fram dagana 16.-18. mars.Uppstigningardagur er fimmtudaginn 30. maí.Júní Verktakafyrirtækið íslenskir aðalverktakar mun ljúka að hluta byggingu á 550 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri í Garðabæ mun rísa á árinu en hvenær það verður tekið í notkun er óvíst á þessari stundu. Sjómannadagurinn er sunnudaginn 2. júní.Hvítasunnudagur er sunnudaginn 9. júní. Þungarokkshátíðin Ascension MMXIX fer fram í Mosfellsbæ 13.-16. júní.Þjóðhátíðardagur Íslendinga ber upp á mánudegi 17. júní næstkomandi.Sumarsólstöður verða 21. júní næstkomandi. Tónlistarhátíðin Secret Solstice í Reykjavík hefst 21. júní og stendur yfir í þrjá daga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fagnar 51 árs afmæli sínu 26. júní.Secret Solstice verður haldið í Reykjavík á sumarsólstöðum í ár.FBL/ÞórsteinnJúlí Sýning arkitektsins Ólafs Elíassonar í Tate Modern´s Tube Hall í Lundúnum verður opnuð 11. júlí en um er að ræða nokkurs konar yfirferð á ferli hans. Tónlistarhátíðin Eistnaflug verður haldin 10.-13. júlí. Listahátíðin Lunga stendur yfir 15.-22. júlí. Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystra 27. júlí.Ágúst Frídag verslunarmanna ber upp á mánudaginn 5. ágúst, en búast má við fjölda hátíða víðs vegar um land vegna verslunarmannahelgarinnar, þar á meðal Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einleikjahátíðin Act Alone fer fram dagana 8.-10. ágúst á Suðureyri.Hinsegin dagar fara fram 8. til 17. ágúst. Gleðigangan verður laugardaginn 17. ágúst.Flugeldasýning í Jökulsárlóni verður haldin 17. ágúst klukkan 23.Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður laugardaginn 10. ágúst. Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli dagana 10. og 11. ágúst.Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður laugardaginn 24. ágúst.Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi.Getty/Dave BenettSeptemberJazzhátíð Reykjavíkur verður dagana 4.-8. september. Búast má við að framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar, á milli Hveragerðis og Selfoss, verði lokið í haust og að þessi mikla samgöngubót verði tekin í notkun um það leyti.Október Listahátíðin Sequences verður haldin í október.Fyrsti vetrardagur er laugardaginn 26. október.Hrekkjavaka verður laugardaginn 31. október.Nóvember Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fagnar 20 ára afmæli í ár en hátíðin fer fram dagana 6. til 9. nóvember. Dagur íslenskrar tungu verður laugardaginn 16. nóvember.DesemberVetrarsólstöður verða 22. desember.Aðfangadagur jóla verður þriðjudaginn 24. desember.Ef þú ert með ábendingu um eitthvað sem mætti bæta við listann, sendu okkur þá endilega línu á ritstjorn (hjá) visir.is
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Framundan 2019: Nýtt fullvalda ríki, HM í knattspyrnu, Brexit og 30 ár frá falli Berlínarmúrsins Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2019 sem er nú gengið í garð. 8. janúar 2019 09:15 Mikið um að vera í geimnum á árinu Stefnt er að því að ná þó nokkrum merkum áföngum á árinu en hér verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. 3. janúar 2019 13:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Framundan 2019: Nýtt fullvalda ríki, HM í knattspyrnu, Brexit og 30 ár frá falli Berlínarmúrsins Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2019 sem er nú gengið í garð. 8. janúar 2019 09:15
Mikið um að vera í geimnum á árinu Stefnt er að því að ná þó nokkrum merkum áföngum á árinu en hér verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. 3. janúar 2019 13:00