Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:32 Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi. Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi.
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira