Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2019 13:24 Chance The Rapper gerði lag með R. Kelly árið 2015. Getty/Scott Dudelson Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum. „Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans. Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“. Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan. MeToo Mál R. Kelly Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum. „Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans. Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“. Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan.
MeToo Mál R. Kelly Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33