Töggur í Sears þrátt fyrir orðróma um gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:42 Sears hefur lokað rúmlega helmingi verslana sinna á síðustu mánuðum. Getty/Spencer Platt Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019 Bandaríkin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Svo virðist sem bandaríska smásölukeðjan Sears, sem eitt sinn sett svip sinn á allar helstu verslunarmiðstöðvar í Bandaríkjunum, verði tekin til gjaldþrotaskipta ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Fyrirtækið virðist þó ekki vera búið að leggja árar í bát ef marka má yfirlýsingar Sears á samfélagsmiðlum. Fjárhagur keðjunnar hefur versnað hratt undanfarin ár, samhliða aukinni netverslun og breyttri hegðun neytenda, og gat hún ekki staðið í skilum með skuldir sem voru á gjalddaga í október síðastliðnum. Í því samhengi er nefnt að Sears hafi síðast skilað hagnaði árið 2010. Sáu stjórnendur Sears því fátt annað í stöðunni en að fara fram á greiðslustöðvun í október og lýsa því yfir að um helmingi verslana keðjunnar, eða rúmlega 400, yrði lokað fyrir nýliðin áramót. Forstjóri Sears lagði fram yfirtökutilboð upp á 4,4 milljarða dala, rúmlega 520 milljarða króna, með það fyrir augum að bjarga rekstrinum en ráðgjöfum keðjunnar þótti tilboðið ófullnægjandi. Smásölusérfræðingar telja að þrátt fyrir að Sears verði tekið til gjaldþrotaskipta, sem hefur þó ekki enn verið staðfest, er ekki útilokað að hægt verði að halda lífi í einhverjum deildum keðjunnar. Það myndi koma í veg fyrir að allir 50 þúsund starfsmenn Sears myndu missa vinnuna á einu bretti. Engu að síður myndu gjaldþrotaskiptin marka sorgleg endalok á 126 ára sögu Sears, sem fram til ársins 1989 var stærsta smásölukeðja Bandaríkjanna. Sem fyrr segir er þó ekkert staðfest í þessum efnum enn sem komið er. Til að mynda er engan bilbug á samfélagsmiðlateymi Sears að finna, sem skrifaði á Twitter í gær að þrátt fyrir að búið væri að hægjast á þeim ætti ekki að afskrifa þau strax. We would say that as well, but we are Marathon Runners, and we are still running. We may be slowing down, but we are not out of the race just yet. Don't count us completely out. Happy Shopping! -SMT— Sears (@Sears) January 7, 2019
Bandaríkin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira