Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 31. desember 2018 11:30 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Kristófer Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45
Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45