Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. desember 2018 13:06 Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“ Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“
Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00