Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. desember 2018 13:06 Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“ Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“
Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00