Telur fæsta þingmenn spillta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2018 10:13 Guðmundur Andri setur þó þann varnagla við skoðun sína að reynsla hans af Alþingi sé enn takmörkuð. FBL/Eyþór Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Alþingismenn upp til hópa fólk sem reyni að sinna vinnu sinni af samviskusemi. Hann kemur ekki auga á að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju sú spilling ætti að lýsa sér. Þetta segir Guðmundur Andri á Facebook en um er að ræða viðbrögð þingmannsins við nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom fram að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir 63 þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Aðeins 2 prósent landsmanna telja að nánast engir þingmenn séu spilltir. Stofnunin gerði sömu könnun fyrir tveimur árum. Þá var hlutfall þeirra sem töldu nokkra ef ekki alla þingmenn viðriðna spillingu helmingi minna eða 34 prósent.Samanburður á skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar árið 2016 og 2018.Félagsvísindastofnun HÍ„Reynsla mín af þingi er svo sem takmörkuð enn. Ég er kannski ekki nógu næmur á þessa hluti, en ég kem hreinlega ekki auga á það að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju það ætti að lýsa sér,“ segir Guðmundur Andri sem tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2017. „Þetta er upp til hópa fólk sem er að reyna að sinna sinni vinnu af samviskusemi - margt með skrýtnar skoðanir vissulega, en það eitt og sér gerir manneskju ekki spillta, svona eins og ég skil það orð. Satt að segja stendur mér stuggur af þessari rótgrónu andúð á þinginu og því fólki sem þar starfar, held að við höfum vonda reynslu af andþingræðislegum stefnum á síðustu öld.“Uppfært klukkan 14:20Fyrirsögn var breytt eftir athugasemd frá þingmanninum. Hún var Kemur ekki auga á spillingu hjá kollegum sínum. Þingmaðurinn taldi þá fyrirsögn ekki lýsa færslu hans réttilega. Hann þyrfti að vera sjóndapur ef hann kæmi ekki auga á einhverja spillingu en hún væri ekki almenn. Alþingi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Alþingismenn upp til hópa fólk sem reyni að sinna vinnu sinni af samviskusemi. Hann kemur ekki auga á að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju sú spilling ætti að lýsa sér. Þetta segir Guðmundur Andri á Facebook en um er að ræða viðbrögð þingmannsins við nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom fram að 65 prósent landsmanna telja að margir eða nánast allir 63 þingmenn landsins séu viðriðnir spillingu. Aðeins 2 prósent landsmanna telja að nánast engir þingmenn séu spilltir. Stofnunin gerði sömu könnun fyrir tveimur árum. Þá var hlutfall þeirra sem töldu nokkra ef ekki alla þingmenn viðriðna spillingu helmingi minna eða 34 prósent.Samanburður á skoðanakönnunum Félagsvísindastofnunar árið 2016 og 2018.Félagsvísindastofnun HÍ„Reynsla mín af þingi er svo sem takmörkuð enn. Ég er kannski ekki nógu næmur á þessa hluti, en ég kem hreinlega ekki auga á það að þingmenn séu almennt spilltir og veit ekki í hverju það ætti að lýsa sér,“ segir Guðmundur Andri sem tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna árið 2017. „Þetta er upp til hópa fólk sem er að reyna að sinna sinni vinnu af samviskusemi - margt með skrýtnar skoðanir vissulega, en það eitt og sér gerir manneskju ekki spillta, svona eins og ég skil það orð. Satt að segja stendur mér stuggur af þessari rótgrónu andúð á þinginu og því fólki sem þar starfar, held að við höfum vonda reynslu af andþingræðislegum stefnum á síðustu öld.“Uppfært klukkan 14:20Fyrirsögn var breytt eftir athugasemd frá þingmanninum. Hún var Kemur ekki auga á spillingu hjá kollegum sínum. Þingmaðurinn taldi þá fyrirsögn ekki lýsa færslu hans réttilega. Hann þyrfti að vera sjóndapur ef hann kæmi ekki auga á einhverja spillingu en hún væri ekki almenn.
Alþingi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira