Gefa heimilislausum föt í frostinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2018 19:30 Sannkallaður jólakærleikur ríkir í miðbænum þar sem búið er að koma fyrir snögum, en á þá getur fólk hengt föt ætluð heimilislausum. Veggurinn var reistur í minningu Þorbjarnar Hauks Liljarssonar sem lést á götunni fyrir tveimur mánuðum. Hugmyndina fékk Guðný fyrir tveimur dögum síðan, en hún sá sambærilega framkvæmd í Svíþjóð. „Ég sá svona framkvæmd á Facebook þar sem búið var að hengja upp snaga í Svíþjóð. Þá hugsaði ég að við þyrftum að fá svona til Íslands í kuldanum fyrir alla þá sem eru heimilislausir. Það var eins og við manninn mælt. Til liðs við mig komu byggingaverktakar, auglýsingafólk og annað fólk sem ég þekki og hjálpuðu mér að setja þetta upp á tveimur dögum,“ sagði Guðný Pálsdóttir. Öllum er frjálst að koma og gefa yfirhafnir, ullarsokka og önnur hlý föt sem ætluð eru heimilislausum. Verkefnið er þeim ansi kært en sonur Guðrúnar lést á götunni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í dag er fjögurra gráðu frost úti og því ljóst að verkefnið mun koma mörgum að góðum notum.Verkefnið er Guðrúnu Hauksdóttur Schmidt kært.Vísir„Þetta á ekki að vera flókið. Það er enginn sem situr hér og njósnar um verkefnið. En við ætlumst til þess að þeir sem minna mega sín, njóti verkefnisins,“ segir Guðný. „Það er ótrúlegt, fólk labbar framhjá og gefur föt. Útlendingar spyrja hvað sé um að vera hér, taka af sér húfuna og vettlingana og hengja á snagann. Þetta er með ólíkindum. Sannkallaður jólakærleikur,“ sagði Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Félagsmál Jól Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Sannkallaður jólakærleikur ríkir í miðbænum þar sem búið er að koma fyrir snögum, en á þá getur fólk hengt föt ætluð heimilislausum. Veggurinn var reistur í minningu Þorbjarnar Hauks Liljarssonar sem lést á götunni fyrir tveimur mánuðum. Hugmyndina fékk Guðný fyrir tveimur dögum síðan, en hún sá sambærilega framkvæmd í Svíþjóð. „Ég sá svona framkvæmd á Facebook þar sem búið var að hengja upp snaga í Svíþjóð. Þá hugsaði ég að við þyrftum að fá svona til Íslands í kuldanum fyrir alla þá sem eru heimilislausir. Það var eins og við manninn mælt. Til liðs við mig komu byggingaverktakar, auglýsingafólk og annað fólk sem ég þekki og hjálpuðu mér að setja þetta upp á tveimur dögum,“ sagði Guðný Pálsdóttir. Öllum er frjálst að koma og gefa yfirhafnir, ullarsokka og önnur hlý föt sem ætluð eru heimilislausum. Verkefnið er þeim ansi kært en sonur Guðrúnar lést á götunni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í dag er fjögurra gráðu frost úti og því ljóst að verkefnið mun koma mörgum að góðum notum.Verkefnið er Guðrúnu Hauksdóttur Schmidt kært.Vísir„Þetta á ekki að vera flókið. Það er enginn sem situr hér og njósnar um verkefnið. En við ætlumst til þess að þeir sem minna mega sín, njóti verkefnisins,“ segir Guðný. „Það er ótrúlegt, fólk labbar framhjá og gefur föt. Útlendingar spyrja hvað sé um að vera hér, taka af sér húfuna og vettlingana og hengja á snagann. Þetta er með ólíkindum. Sannkallaður jólakærleikur,“ sagði Guðrún Hauksdóttir Schmidt.
Félagsmál Jól Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira