Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:40 Vísir/Elín Margrét Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, krefst þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segi af sér embætti vegna Braggamálsins. Þetta kemur fram í ályktun frá Verði. Þar segir að stjórnin „[fordæmi] þau forkastanlegu vinnubrögð Reykjavíkurborgar sem útlistuð eru í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Nauthólsveg 100“. Stjórn Varðar krefst þess að borgarstjóri „axli fulla ábyrgð á þessu máli og hvetur Vörður hann til að segja af sér embætti“. Innantóm loforð um bætta stjórnunarhætti eða skipan nýrra starfshópa dugi hreinlega ekki í kjölfar þess áfellisdóms sem skýrsla innri endurskoðunar svo sannarlega er, líkt og segir í ályktuninni. „Fyrir liggur að við framkvæmd þessa var brotið gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar, undanþáguheimilda innkauparáðs var ekki aflað, en borginni ber skylda til að afla þeirra. Þá liggur jafnframt fyrir að borgin eyddi mikilvægum gögnum í tengslum við málið, en slík vinnubrögð eru ekki íslensku stjórnvaldi til sóma. Ábyrgð æðstu yfirmanna borgarinnar í máli þessu er bæði algjör og vítaverð, það er því lágmarkskrafa að þeir axli hana af fullri einlægni og stígi til hliðar,“ segir í ályktun stjórnar Varðar.Dagur víki sæti Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, krafðist þess fyrr í dag að hún krefjist þess að borgarstjóri víki úr hópi sem sé ætlað að rýna í niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. „Skýrslan var áfellisdómur yfir borgarstjóra og enginn er dómari í eigin sök,“ segir Hildur sem kveðst sjálf munu segja sig úr hópnum, gangi Dagur ekki að kröfum hennar. Þá sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, að borgarstjóri geti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Telji hún rétt að Dagur segi af sér. Framúrkeyrsla Braggans hefur verið mikið rædd en raunkostnaður við byggingu nam 425 milljónum króna, en upphafleg kostnaðaráætlun nam 158 milljónir króna.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. 22. desember 2018 13:03