Kostnaður vegna snjómoksturs vanáætlaður undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn. Þegar veður er annars vegar getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að gera áætlanir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur kostnaður vegna vetrarþjónustu verið á bilinu 624 milljónir til tæplega 752 milljónir á árunum 2014 til 2017. Það sem af er þessa árs hefur kostnaður verið ríflega 641 milljón en sú tala á eftir að breytast enda árið ekki liðið og á eftir að taka tillit til ýmissa þátta. Meðalkostnaður á ári hefur því numið um 663,4 milljónum en í fjárhagsáætlun borgarinnar er aðeins gert ráð fyrir 380 milljónum króna. „Síðustu vetur hafa margir verið með miklu meiri snjókomu en í meðalári þannig að við höfum verið að vanáætla sum ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það er erfitt að spá fyrir um þetta eins og kannski veður yfir höfuð. En þó er það þannig að hluti af snjómoksturskostnaðinum er fastur. Það er að segja hann breytist ekki jafnvel þó að enginn snjór komi.“ Vísar hann til ýmiss fasts kostnaðar, til dæmis vegna viðverugjalds verktaka og kostnaðar við eftirlitsbúnað, leigu saltgeymsla og viðhalds og reksturs ýmissa tækja og búnaðar.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/Vilhelm„Við skoðum þetta í tengslum við hverja einustu fjárhagsáætlun en við þurfum eiginlega að finna einhvern milliveg. Maður vill hvorki vera að verja of miklu fé í að láta í raun kyrrstæðar vélar bíða eftir snjónum og borga fyrir það mikið fé án þess að það þurfi á því að halda, né heldur að vera vanbúin til þess að taka virkilega á því þegar að skaflarnir fara að hrannast upp,“ segir Dagur. Þótt lítið hafi snjóað síðan í haust hefur þó nokkuð verið um útköll vegna hálkueyðingar á götum og göngustígum. „Það er erfitt að hitta nákvæmlega á þetta en við reynum að gera okkar besta í hverri einustu áætlun,“ segir Dagur. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn. Þegar veður er annars vegar getur eðli málsins samkvæmt verið erfitt að gera áætlanir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur kostnaður vegna vetrarþjónustu verið á bilinu 624 milljónir til tæplega 752 milljónir á árunum 2014 til 2017. Það sem af er þessa árs hefur kostnaður verið ríflega 641 milljón en sú tala á eftir að breytast enda árið ekki liðið og á eftir að taka tillit til ýmissa þátta. Meðalkostnaður á ári hefur því numið um 663,4 milljónum en í fjárhagsáætlun borgarinnar er aðeins gert ráð fyrir 380 milljónum króna. „Síðustu vetur hafa margir verið með miklu meiri snjókomu en í meðalári þannig að við höfum verið að vanáætla sum ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Það er erfitt að spá fyrir um þetta eins og kannski veður yfir höfuð. En þó er það þannig að hluti af snjómoksturskostnaðinum er fastur. Það er að segja hann breytist ekki jafnvel þó að enginn snjór komi.“ Vísar hann til ýmiss fasts kostnaðar, til dæmis vegna viðverugjalds verktaka og kostnaðar við eftirlitsbúnað, leigu saltgeymsla og viðhalds og reksturs ýmissa tækja og búnaðar.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/Vilhelm„Við skoðum þetta í tengslum við hverja einustu fjárhagsáætlun en við þurfum eiginlega að finna einhvern milliveg. Maður vill hvorki vera að verja of miklu fé í að láta í raun kyrrstæðar vélar bíða eftir snjónum og borga fyrir það mikið fé án þess að það þurfi á því að halda, né heldur að vera vanbúin til þess að taka virkilega á því þegar að skaflarnir fara að hrannast upp,“ segir Dagur. Þótt lítið hafi snjóað síðan í haust hefur þó nokkuð verið um útköll vegna hálkueyðingar á götum og göngustígum. „Það er erfitt að hitta nákvæmlega á þetta en við reynum að gera okkar besta í hverri einustu áætlun,“ segir Dagur.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira