Leikurinn var settur á laggirnar sem styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson sem hefur ekki náð sér heilum eftir mjaðmaaðgerðir en Guðjón Guðmundsson ræddi við Tómas í síðustu viku.
Landsliðið Eyjólfs vann öruggan sigur á pressuliði Rúnars en eitt marka landsliðsins skoraði fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári fór þá auðveldlega í gegnum vörn pressuliðsins og var sloppinn einn gegn Hjörvari Hafliðasyni en Eiður lék á fyrrum markvörð Stoke og lagði boltann í netið.
Umboðsskrifstofan Total Football vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag og má sjá atvikið hér að neðan.
Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) still has it but why does Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) go down so quickly? #TeamTotalFootball #Tommadagurinn pic.twitter.com/OzfCM5G381
— Total Football (@totalfl) December 10, 2018