Segja löngu tímabært að gera sögu hinsegin fólks betri skil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 21:00 Enn er mörgum spurningum ósvarað um sögu hinsegin fólks á Íslandi. Vísir/Elín Þótt fátt bendi til annars en að hommar, lesbíur, trans og annað hinseginfólk hafi búið á Íslandi allt frá landnámi er lítið er vitað um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir árið 1950. Í tilefni af stórafmæli samtakanna 78' á næsta ári hefur regnbogaþráðurinn, vegvísir um sögu hinsegin fólks, verið fléttaður saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Ýmsum spurningum er velt upp í Regnbogaþræðinum enda sagan mörgu leyti ennþá götótt. „Samtökin 78’ eða fulltrúar frá þeim komu að máli við okkur hérna í safninu og höfðu áhuga á því að gera hinsegin sögunni skil í safninu og við tókum vel í það enda stendur safnið fyrir víðsýni og mannréttindi,” segir Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er í formi vefleiðsagnar með hljóði og verður opin eitthvað fram á næsta ár. Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur og doktorsnemi og Ynda Gestsson, list- og sagnfræðingur, eru sjálfboðaliðar hjá Samtökunum 78’ og segja löngu tímabært að sögunni séu gerð betri skil. „Það við vitum ekki mjög mikið og það vantar mikið upp á rannsóknir,” segir Ásta Kristín og Ynda tekur í sama streng. Þó er ýmislegt sem fyrir liggur og má finna heimildir úr ýmsum áttum. Meðal þess sem bregður fyrir í sýningunni er bréf sem Sigurður Guðmundsson málari og hönnuður íslenska skautbúningsins ritaði árið 1870. „Í þessu bréfi hans til Eggerts Ó. Briem er mjög athyglisverð teikning af fjúgandi typpi sem að gefur ótrúlega margar vísbendingar um það hvernig Sigurður gæti hafa verið, hvað hann gæti hafa verið að hugsa og getur verið leiðarvísir inn í hinseginleika sem var í gangi á 19.öld,” segir Ynda. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þótt fátt bendi til annars en að hommar, lesbíur, trans og annað hinseginfólk hafi búið á Íslandi allt frá landnámi er lítið er vitað um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir árið 1950. Í tilefni af stórafmæli samtakanna 78' á næsta ári hefur regnbogaþráðurinn, vegvísir um sögu hinsegin fólks, verið fléttaður saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Ýmsum spurningum er velt upp í Regnbogaþræðinum enda sagan mörgu leyti ennþá götótt. „Samtökin 78’ eða fulltrúar frá þeim komu að máli við okkur hérna í safninu og höfðu áhuga á því að gera hinsegin sögunni skil í safninu og við tókum vel í það enda stendur safnið fyrir víðsýni og mannréttindi,” segir Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin er í formi vefleiðsagnar með hljóði og verður opin eitthvað fram á næsta ár. Ásta Kristín Benediktsdóttir, íslenskufræðingur og doktorsnemi og Ynda Gestsson, list- og sagnfræðingur, eru sjálfboðaliðar hjá Samtökunum 78’ og segja löngu tímabært að sögunni séu gerð betri skil. „Það við vitum ekki mjög mikið og það vantar mikið upp á rannsóknir,” segir Ásta Kristín og Ynda tekur í sama streng. Þó er ýmislegt sem fyrir liggur og má finna heimildir úr ýmsum áttum. Meðal þess sem bregður fyrir í sýningunni er bréf sem Sigurður Guðmundsson málari og hönnuður íslenska skautbúningsins ritaði árið 1870. „Í þessu bréfi hans til Eggerts Ó. Briem er mjög athyglisverð teikning af fjúgandi typpi sem að gefur ótrúlega margar vísbendingar um það hvernig Sigurður gæti hafa verið, hvað hann gæti hafa verið að hugsa og getur verið leiðarvísir inn í hinseginleika sem var í gangi á 19.öld,” segir Ynda.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira