Segir dómstóla gefa kynferðisbrotamönnum afslátt á refsingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 19:30 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Stöð 2 Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira