Segir dómstóla gefa kynferðisbrotamönnum afslátt á refsingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 19:30 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Stöð 2 Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira