Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði verðlaunaða fyrir að ganga ekki til samninga Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 13:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir ekki hafa verið staðið við að kröfuhafar myndu ekki njóta þess að fara ekki eftir stefnu stjórnvalda um losun fjármagnshafta og losun aflandskróna úr kerfinu. Fjármálaráðherra segir þvert á móti að áætlanir stjórnvalda hafi allar gengið eftir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í losun aflandskróna í tengslum við losun gjaldeyrishafta eftir hrunið á Alþingi í dag. En í vikunni tilkynnti Seðlabankinn að allar hömlur á losun um 80 milljarða aflandskróna hefðu verið afnumdar. Vildi Sigmundur Davíð meina að ekki hafi verið farið eftir áætlunum stjórnvalda að því leyti að vogunarsjóðir og aðrir gætu ekki fengið betri kjör ef þeir biðu af sér fyrri aðgerðir stjórnvalda. „Og nú hefur komið fram að stjórnvöld hyggist losa um restina af þessum aflandskrónueignum. Með öðrum orðum; þeir sem tóku ekkert mark á stefnu íslenskra stjórnvalda, þeir sem hlustuðu ekki á áformin, þeir sem trúðu því ekki að stjórnvöld myndu standa við það sem þau sögðust myndu gera ef menn væru ekki tilbúnir til samninga, þeir hagnast mest,” sagði Sigmundur Davíð.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/vilhelmFjármálaráðherra sagði áætlanir stjórnvalda um losun hafta og þar með aflandskróna hefðu gengið fullkomlega eftir sem birtist í vaxandi trausti á íslenska ríkið og efnahagsmál. Þær aðgerðir sem nú væru hafnar væru eins konar lokaaðgerðir í eðlilegu framhaldi af fyrri aðgerðum stjórnvalda. „Þegar háttvirtur þingmaður segir að það sem hafi átt að gerast ef menn hlustuðu ekki á stjórnvöld hafi verið eitthvað allt annað en þetta spyr ég hvað er háttvirtur þingmaður að tala um? Er háttvirtur þingmaður að tala um þjóðnýtingu eignanna? Er háttvirtur þingmaður að tala um að halda hér restunum af höftunum út í hið óendanlega af því bara,” spurði Bjarni. Nú hafi ríkið ekki bara getu til að stíga lokaskrefið heldur megi færa fyrir því rök að ríkið þurfi að stíga það skref. Formaður Miðflokksins tók undir með ráðherra að á heildina litið hefðu aðgerðir stjórnvalda gengið vonum framar. Hins vegar hafi skilaboðin til vogunarsjóða verið að þeir gætu ekki vænst betri kjara ef þeir gengju ekki til samninga við ríkið. „Skilaboðin voru þau að ef menn væru ekki tilbúnir að taka þátt í því sem þyrfti að gerast til að hægt væri að losa höftin, færu þeir ekki betur út úr því en aðrir. En nú er niðurstaðan sú að veðmál vogunarsjóðanna gekk upp. Þeir keyptu þessar eignir á umtalsverðum afslætti og stjórnvöld á endanum gáfust upp. Það var ekkert að marka það að menn yrðu læstir hér inni ef þeir létu ekki undan,” sagði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði skilaboðin hafa verið að eigendur aflandskróna myndu mæta afgangi gengju þeir ekki til samninga. „Í því fólst engin hótun um að menn myndu koma miklu ver frá því. Enda ekki í sjálfu sér lögmætt að stilla mönnum þannig upp við vegg. Að stjórnvöld ætluðu að ganga þannig frá hnútunum að hirða af mönnum eignir,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira