Ritskoðun fyrir fulla Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Maður á víst ekki að auglýsa hér í Bakþönkum en ég stenst ekki mátið enda hafa margir þrýst á mig eftir skandala síðustu misserin: Hver hefur ekki lent í því að verða fullur og finna fyrir mikilli tjáningarþörf? Hver hefur ekki lent í því að ausa í ölvímu sinni orðum sem hann hefur engan skilning á? Hver hefur ekki sest niður drukkinn við tölvuna og vaðið af stað í foraðið á fasbókinni? Hver hefur ekki þurft að glíma við þann vanda að biðja alla velvirðingar á úthellingum ölvímunnar? Nú er lausnin fundin, þökk sé Skáldalausnum ehf. sem kenna þér að binda alla kergjuna í kviðlinga. Áður en ég kynntist Skáldalausnum var ég munnsafnaðarsóði mikill og fóru virkir dagar að mestu í það að biðja fólk afsökunar. Það er að segja ef orðfæri mitt fór á flakk. En eftir að ég fór að yrkja eftir aðferðum Skáldalausna hefur enginn haft horn í síðu minni. Skáldalausnir byggja á aðferðafræði Hemingways sem sagði að gott væri að skrifa fullur en fara svo yfir textann ófullur. Hann lenti aldrei í því að vakna þunnur og spyrja „hvern andskotann skrifaði ég í bókina í gær?“. Ef klúr ljóð komast í gegnum ritskoðun þessa má alltaf gefa þau út í ljóðabók þannig að enginn sjái þau. Eftir að ég kynntist Skáldalausnum hef ég líka farið að yrkja edrú. Einsog ljóðið mitt undurfagra: elskaðu mig einsog ég er og ég skal vera einsog þú vilt. Eða þegar ég kom niður á þessa ferskeytlu hérna: Ein af þessum iðjum/sem einatt veldur harmi:/er menn í flokki miðjum/mæla úr… Nei, ég var líklegast aðeins búinn að fá mér í tána þarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór
Maður á víst ekki að auglýsa hér í Bakþönkum en ég stenst ekki mátið enda hafa margir þrýst á mig eftir skandala síðustu misserin: Hver hefur ekki lent í því að verða fullur og finna fyrir mikilli tjáningarþörf? Hver hefur ekki lent í því að ausa í ölvímu sinni orðum sem hann hefur engan skilning á? Hver hefur ekki sest niður drukkinn við tölvuna og vaðið af stað í foraðið á fasbókinni? Hver hefur ekki þurft að glíma við þann vanda að biðja alla velvirðingar á úthellingum ölvímunnar? Nú er lausnin fundin, þökk sé Skáldalausnum ehf. sem kenna þér að binda alla kergjuna í kviðlinga. Áður en ég kynntist Skáldalausnum var ég munnsafnaðarsóði mikill og fóru virkir dagar að mestu í það að biðja fólk afsökunar. Það er að segja ef orðfæri mitt fór á flakk. En eftir að ég fór að yrkja eftir aðferðum Skáldalausna hefur enginn haft horn í síðu minni. Skáldalausnir byggja á aðferðafræði Hemingways sem sagði að gott væri að skrifa fullur en fara svo yfir textann ófullur. Hann lenti aldrei í því að vakna þunnur og spyrja „hvern andskotann skrifaði ég í bókina í gær?“. Ef klúr ljóð komast í gegnum ritskoðun þessa má alltaf gefa þau út í ljóðabók þannig að enginn sjái þau. Eftir að ég kynntist Skáldalausnum hef ég líka farið að yrkja edrú. Einsog ljóðið mitt undurfagra: elskaðu mig einsog ég er og ég skal vera einsog þú vilt. Eða þegar ég kom niður á þessa ferskeytlu hérna: Ein af þessum iðjum/sem einatt veldur harmi:/er menn í flokki miðjum/mæla úr… Nei, ég var líklegast aðeins búinn að fá mér í tána þarna.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun