Ekki útilokað að greiðslur úr sjúkrasjóði VR verði skertar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu. Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.Bandalag hásklólamanna greindi í gær frá breyttum úthlutunarreglum sjúkrasjóðs bandalagsins þar sem umsóknum um sjúkradagpeninga hafi fjölgað umtalsvert. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum greiðir sjóðurinn nú að hámarki sjúkradagpeninga í níu mánuði í stað tólf og gleraugnastyrkir lækkaðir svo fátt eitt sé nefnt. BHM er ekki eina stéttarfélagið þar sem vart hefur orðið við mikla fjölgun umsókna í sjúkrasjóð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna metna í hverjum mánuði og að fylgst sé vel með þróuninni. „Við vitum það að metárið í fyrra sem að toppaði árið 2009, þegar að samfélagið var hér allt á hliðinni, í samanburði við árið í ár þá erum við að sjá 43% aukningu sjúkradagpeninga frá metárinu í fyrra og það eru skuggalegar tölur. Greinilega vísbending um að eitthvað meiriháttar mikið er að í okkar samfélagi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur að skoða þurfi betur og rannsaka hvað það er sem veldur. Ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það hvort breyta þurfi úthlutunarreglum en það er meðal þess sem rætt verður á aðalfundi félagsins í apríl. „Það er ekki útilokað. Sjóðirnir eru mjög sterkir og félagið mjög vel rekið og mjög sterkt þannig að eins og ég segi, það hefur ekki komið til þess ennþá en við erum að skoða þetta og þurfum að fylgjast mjög vel með,“ segir Ragnar Þór. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fleiri stéttarfélög verulegar áhyggjur af stöðunni. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir stöðuna til að mynda mjög þunga innan KÍ og að ljóst sé að grípa þurfi til frekari aðgerða. Til hvaða bragðs skuli taka sé þó ekki ljóst á þessari stundu.
Tengdar fréttir Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. 18. desember 2018 07:33
Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15