„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 14:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48