Ísland lenti í snúnum riðli Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Guðni Bergsson og Erik Hamrén voru viðstaddir dráttinn vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira