Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:32 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Ernir Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun til 2023 var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. Þá er búist við 3,6 milljarða króna afgangui af rekstrinum í fjárhagsáætlun næsta árs. Í tilkynningu frá borginni segir að á meðal þess sem samþykkt hefur verið séu sumaropnanir leikskóla, áframhaldandi gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, fjölgun NPA-samninga, lengdur opnunartími Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og aukin áhersla á snjalltækni í samgöngum. Þá var samþykkt að auka framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu. Einnig var samþykkt að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Aukin framlög vegna hreinsunar borgarlandsins voru samþykkt en þeim er ætlað að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í breytingatillögu við fimm ára áætlun er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá og með árinu 2021 en í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna er kveðið á um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65 í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Lækkunin verður gerð í tveimur skrefum. 200 milljónir í Borgarlínuna á næsta ári Í fimm ára áætlun er jafnframt gert ráð fyrir fjármögnun Borgarlínunnar upp á fimm milljarða króna. Stærstu grænu verkefnin á næsta ári eru lagning hjólastíga fyrir 450 milljónir króna á ári, samgönguás Borgarlínu fyrir 200 milljónir króna og endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum fyrir 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að Laugavegi verði breytt í göngugötu og fleiri götur í miðborginni verða gerðar upp sem vistgötur auk þess sem ný torg eru að verða til, Bæjartorg, Steinbryggjan og Naustatorg. Þá verður aðstaða í Fjölskyldu og húsdýragarðinum bætt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að stóra myndin í rekstri borgarinnar sé afar jákvæð. Þjónusta við íbúa verði í forgrunni eins og áður og stefnufesta og skýr framtíðarsýn einkenni stjórn borgarinnar. „Við erum að bæta aðeins við ýmis mikilvæg verkefni milli umræðna. Stóru málin eru samt húsnæðismálin þar sem nýjar íbúðir eru að rísa út um allt. Árið í ár er okkar stærsta í húsnæðisuppbyggingu frá upphafi en aldrei áður hafa eins margar íbúðir verið í byggingu í Reykjavík. Á sama tíma sjáum við Borgarlínuna færast nær okkur og raungerast í áætlun upp á fimm milljarða króna á næstu árum. Fjárfestingar í innviðum hafa heldur aldrei verið meiri en ný hverfi með nýjum götum eru að rísa ásamt nýjum íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar fyrir krakkana og unga fólkið okkar. Þá er sett fjármagn í nýja leik- og grunnskóla til að mæta barnafjöldanum þegar við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun til 2023 var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. Þá er búist við 3,6 milljarða króna afgangui af rekstrinum í fjárhagsáætlun næsta árs. Í tilkynningu frá borginni segir að á meðal þess sem samþykkt hefur verið séu sumaropnanir leikskóla, áframhaldandi gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, fjölgun NPA-samninga, lengdur opnunartími Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og aukin áhersla á snjalltækni í samgöngum. Þá var samþykkt að auka framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu. Einnig var samþykkt að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Aukin framlög vegna hreinsunar borgarlandsins voru samþykkt en þeim er ætlað að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í breytingatillögu við fimm ára áætlun er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá og með árinu 2021 en í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna er kveðið á um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65 í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Lækkunin verður gerð í tveimur skrefum. 200 milljónir í Borgarlínuna á næsta ári Í fimm ára áætlun er jafnframt gert ráð fyrir fjármögnun Borgarlínunnar upp á fimm milljarða króna. Stærstu grænu verkefnin á næsta ári eru lagning hjólastíga fyrir 450 milljónir króna á ári, samgönguás Borgarlínu fyrir 200 milljónir króna og endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum fyrir 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að Laugavegi verði breytt í göngugötu og fleiri götur í miðborginni verða gerðar upp sem vistgötur auk þess sem ný torg eru að verða til, Bæjartorg, Steinbryggjan og Naustatorg. Þá verður aðstaða í Fjölskyldu og húsdýragarðinum bætt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að stóra myndin í rekstri borgarinnar sé afar jákvæð. Þjónusta við íbúa verði í forgrunni eins og áður og stefnufesta og skýr framtíðarsýn einkenni stjórn borgarinnar. „Við erum að bæta aðeins við ýmis mikilvæg verkefni milli umræðna. Stóru málin eru samt húsnæðismálin þar sem nýjar íbúðir eru að rísa út um allt. Árið í ár er okkar stærsta í húsnæðisuppbyggingu frá upphafi en aldrei áður hafa eins margar íbúðir verið í byggingu í Reykjavík. Á sama tíma sjáum við Borgarlínuna færast nær okkur og raungerast í áætlun upp á fimm milljarða króna á næstu árum. Fjárfestingar í innviðum hafa heldur aldrei verið meiri en ný hverfi með nýjum götum eru að rísa ásamt nýjum íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar fyrir krakkana og unga fólkið okkar. Þá er sett fjármagn í nýja leik- og grunnskóla til að mæta barnafjöldanum þegar við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira