Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 10:30 Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Kevin Winter/Getty Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér. Grammy Tónlist Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira
Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér.
Grammy Tónlist Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fleiri fréttir Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Sjá meira