Forysta Eflingar segir starfsmann í veikindaleyfi hafa farið fram á „tugmilljóna gjafapakka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 20:00 Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“ Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Forysta Eflingar segir starfsmann sem nú er í veikindaleyfi hafa farið fram á tugmilljóna gjafapakka í tillögum sínum um starfslok. Þá hafi sami starfsmaður neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins. Lögmaður starfsmannsins vísar fullyrðingum Eflingar til föðurhúsanna.Í fréttum okkar fyrr í vikunni lýstu þær Kristjana Valgeirsdóttir og Elín Kjartansdóttir, fjármálastjóri og bókari á skrifstofu Eflingar, upplifun sinni af framkomu forystumanna stéttarfélagsins í sinn garð. Þær eru báðar í veikindaleyfi og segja stéttarfélagið hafa vanrækt að finna lausn á málum þeirra. Þær telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa og vilja að samið verði við þær um starfslok. Fréttastofa leitaði viðbragða Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún gat ekki orðið við því og vísaði á Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sem svaraði erindinu skriflega. Í svarinu segir að Kristjana hafi í september sett fram hugmyndir sínar um starfslok, en þær hafi verið „út úr korti og þeim hafnað. Tugmilljóna gjafapakkar til háttsettra stjórnenda við starfslok eigi ekki heima í verkalýðshreyfingunni og sé ekki réttindamál almenns launafólks,“ líkt og það er orðað í svari Eflingar.Kristjana og Elín eru báðar í veikindaleyfi en samanlagt hafa þær starfað hjá félaginu í um 50 ár.Vísir/skjáskotÞá hafi Kristjana „neitað að aðstoða Eflingu við að komast í gögn og eigur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og stefni í að valdi félaginu tjóni.“ Því sé það álitamál hvort hún hafi sagt upp störfum hjá félaginu. Þá segir að Elín hafi ekki komið á framfæri neinum tillögum um starfslok við félagið sem telji sig ekki hafa rétt á frumkvæði til þess á meðan hún er í veikindaleyfi. „Félagið telur ekki rétt að hafa frumkvæði að umræðum um starfslok á meðan starfsmaður er í veikindaleyfi og setur spurningamerki við að slíkar umræður fari fram í fjölmiðlum,“ segir jafnframt í svarinu. Að öðru leyti vísar Efling til fyrri yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Í samtali við fréttastofu vísar Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu og Elínar þessum fullyrðingum stéttarfélagsins á bug. Farið sé með rangfærslur og tilbúning auk þess sem Kristjana hafi ekki farið fram á neitt umfram það sem hún eigi rétt á samkvæmt kjarasamningum og bókun félagsins „um að starfsmenn þar njóti ávallt bestu kjara.“
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15 Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15
Vill ekki tjá sig um traust til starfsmanna sem nýlega eru komnir í leyfi hjá Eflingu Framkvæmdastjóri Eflingar samþykkir ekki þá orðræðu sem hefur átt sér stað milli aðila í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarna daga 11. október 2018 20:15
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45