Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2018 19:53 Forsætisráðherra blés á kerti í tilefni dagsins. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“ Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“
Stj.mál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira