Erfitt að trúa ekki ásökunum í garð eiginmannsins sem stuðningsmaður #MeToo Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2018 22:38 Hjónin hafa verið gift í átján ár. Getty/Earl Gibson Rúmu ári eftir að ásakanir í garð leikarans Michael Douglas komu fram hefur eiginkona hans, leikkonan Catherine Zeta-Jones, tjáð sig um þær í fyrsta skipti. Í viðtali við The Sunday Times talaði Zeta-Jones um hvernig var að takast á við slíkt sem stuðninsgmaður #MeToo-byltingarinnar. Í janúar á þessu ári steig blaðamaðurinn og rithöfundurinn Susan Braudy fram og sakaði Michael Douglas um ósæmilega kynferðislega hegðun. Hún sagði leikarann hafa fróað sér og gert óviðeigandi athugasemdir og grín um líkama hennar þegar hún starfaði fyrir framleiðslufyrirtæki hans seint á níunda áratugnum. Douglas hafnaði þessum ásökunum og sagði þær uppspuna frá rótum. „Þessi kona kom upp úr þurru“ Zeta-Jones, sem hefur verið gift Douglas í átján ár, sagði það hafa verið mikið áfall að heyra af ásökununum og það hafi bæði verið sér og börnum þeirra erfitt. „Ég vissi ekki hvar gildi mín lágu í þessu máli,“ sagði hún. „Þessi kona kom upp úr þurru og ásakaði eiginmann minn um þessa hegðun. Ég átti langt samtal við hann með börnin í herberginu,“ sagði Zeta-Jones í viðtalinu og sagðist hafa gert eiginmanni sínum grein fyrir afleiðingunum ef fleira líkt þessu kæmi fram. Þá sagðist hún gera sér grein fyrir því hversu mikil þversögn væri fólgin í því að vera stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar og vilja trúa konum sem koma fram með sögur af kynferðislegu misferli á sama tíma og hún trúi ekki ásökunum sem komu fram í garð eiginmanns hennar. „Þetta var erfið staða fyrir mig“. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. 10. janúar 2018 21:19 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Rúmu ári eftir að ásakanir í garð leikarans Michael Douglas komu fram hefur eiginkona hans, leikkonan Catherine Zeta-Jones, tjáð sig um þær í fyrsta skipti. Í viðtali við The Sunday Times talaði Zeta-Jones um hvernig var að takast á við slíkt sem stuðninsgmaður #MeToo-byltingarinnar. Í janúar á þessu ári steig blaðamaðurinn og rithöfundurinn Susan Braudy fram og sakaði Michael Douglas um ósæmilega kynferðislega hegðun. Hún sagði leikarann hafa fróað sér og gert óviðeigandi athugasemdir og grín um líkama hennar þegar hún starfaði fyrir framleiðslufyrirtæki hans seint á níunda áratugnum. Douglas hafnaði þessum ásökunum og sagði þær uppspuna frá rótum. „Þessi kona kom upp úr þurru“ Zeta-Jones, sem hefur verið gift Douglas í átján ár, sagði það hafa verið mikið áfall að heyra af ásökununum og það hafi bæði verið sér og börnum þeirra erfitt. „Ég vissi ekki hvar gildi mín lágu í þessu máli,“ sagði hún. „Þessi kona kom upp úr þurru og ásakaði eiginmann minn um þessa hegðun. Ég átti langt samtal við hann með börnin í herberginu,“ sagði Zeta-Jones í viðtalinu og sagðist hafa gert eiginmanni sínum grein fyrir afleiðingunum ef fleira líkt þessu kæmi fram. Þá sagðist hún gera sér grein fyrir því hversu mikil þversögn væri fólgin í því að vera stuðningsmaður #MeToo-hreyfingarinnar og vilja trúa konum sem koma fram með sögur af kynferðislegu misferli á sama tíma og hún trúi ekki ásökunum sem komu fram í garð eiginmanns hennar. „Þetta var erfið staða fyrir mig“.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. 10. janúar 2018 21:19 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Michael Douglas hafnar fyrirfram ásökun um ósæmilega kynferðislega hegðun Leikarinn Michael Douglas hefur stigið fram og hafnað ásökun á hendur honum um ósæmilega kynferðislega hegðun. Ásökunin hefur enn ekki verið sett fram opinberlega. 10. janúar 2018 21:19