Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 11:13 Karl Garðarsson sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016. Vísir/vilhelm Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir enga þörf á 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka. Hins vegar sé þörf á að styrkja lagaskrifstofu þingsins. Til stendur að fjölga aðstoðarmönnum en þingflokksformenn funduðu um málið í gær. „Það er engin þörf á 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka til að aðstoða við lagasmíð þingmanna. Það er hins vegar full þörf á að styrkja lagaskrifstofu þingsins til að hún geti bæði aðstoðað við slíka smíð og gætt þess að villur séu ekki í þeim málum sem koma fram,“ skrifar Karl í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-16.Sjá einnig: Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Karl segir jafnframt að þingmannamál skipti hundruðum á hverju þingi og þá séu mörg þeirra stórgóð. Hins vegar fáist aðeins lítill hluti þingmannamálanna samþykkt á þingi, þar sem „ráðherraræði“ ríki hér á landi. „Í lok þings afhenda þingflokkar síðan hver öðrum jólagjafir til að liðka fyrir samningum - hver þingflokkur fær eitt þingmannamál afgreitt. Önnur mál sem fara í gegnum þingið koma oftast frá ráðherrum. Á Íslandi ríkir nefnilega ráðherraræði.“ Samstaða er meðal flokka á þingi um það að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka, líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær, en fyrirhuguð fjölgun var samþykkt í forsætisnefnd í sumar. Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir enga þörf á 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka. Hins vegar sé þörf á að styrkja lagaskrifstofu þingsins. Til stendur að fjölga aðstoðarmönnum en þingflokksformenn funduðu um málið í gær. „Það er engin þörf á 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka til að aðstoða við lagasmíð þingmanna. Það er hins vegar full þörf á að styrkja lagaskrifstofu þingsins til að hún geti bæði aðstoðað við slíka smíð og gætt þess að villur séu ekki í þeim málum sem koma fram,“ skrifar Karl í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-16.Sjá einnig: Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Karl segir jafnframt að þingmannamál skipti hundruðum á hverju þingi og þá séu mörg þeirra stórgóð. Hins vegar fáist aðeins lítill hluti þingmannamálanna samþykkt á þingi, þar sem „ráðherraræði“ ríki hér á landi. „Í lok þings afhenda þingflokkar síðan hver öðrum jólagjafir til að liðka fyrir samningum - hver þingflokkur fær eitt þingmannamál afgreitt. Önnur mál sem fara í gegnum þingið koma oftast frá ráðherrum. Á Íslandi ríkir nefnilega ráðherraræði.“ Samstaða er meðal flokka á þingi um það að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka, líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær, en fyrirhuguð fjölgun var samþykkt í forsætisnefnd í sumar. Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38