Styttu farbann yfir manni sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárás Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:22 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum.
Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14