Leigjendur Brynju fengu greiddar húsaleigubæturnar Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:05 Brynja er hússjóður Öryrkjabandalagsins. vísir/vilhelm Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag rúmar 323 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Greiðsla vegna bótanna námu 203,7 milljónir króna og þá voru einnig greiddir dráttarvextir að upphæð tæpum 120 milljónum. Í frétt á vef borgarinnar segir að borgarráð hafi samþykkt þann 3. maí síðastliðinn að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta fyrir tímabilið 1. júní 2012 til 31. desember 2016 frá leigjendum Brynju – Hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, á grundvelli dóms Hæstaréttar, án tillits til þess hvort umsókn hafi legið fyrir. Auk þess hafi verið lagt til að dráttarvextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð væri sérstök krafa um það. Málið má rekja aftur níu ár aftur í tímann þegar Öryrkjabandalagið hóf að berjast fyrir því að reglum borgarinnar um sérstakar húsaleigubætur yrði breytt, en samkvæmt reglunum áttu aðeins leigjendur á almennum markaði eða hjá Félagsbústöðum rétt á bótunum. Taldi bandalagið að um brot á jafnræðisreglu væri að ræða.80 látnir „Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sendi öllum þeim leigjendum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóvember. Annars vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta og dráttarvaxta aftur í tímann ásamt útreikningi auk tilkynningu um greiðsludag. Hins vegar var einstaklingum tilkynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rökstuðnings og heimild til að áfrýja ákvörðun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þess má að lokum geta að af þeim rúmlega 500 einstaklingum, sem áttu rétt á greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann, eru 80 einstaklingar látnir. Unnið er að því að fá upplýsingar varðandi umsjónarmenn dánarbúa eða lögerfingja og vonast velferðarsvið borgarinnar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í fréttinni.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51 Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Allir leigjendur Brynju geta sótt um húsaleigubætur Í apríl lagði sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu um að allir leigjendur ættu að fá bæturnar greiddar, óháð því hvort þeir hefðu sótt formlega um þær á sínum tíma eða ekki. 3. maí 2018 17:51
Öryrkjabandalagið hafði betur eftir áralangt stapp við borgina Borgarráð samþykkti í gær að greiða sérstakar húsaleigubætur afturvirkt til leigjenda Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Greiðslurnar eru háðar því að fólk hafi átt rétt á þeim á þeim tíma og sækja þarf sérstaklega um þær. 4. maí 2018 07:00