Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 14:38 Frá vettvangi á Selfossi í dag. vísir/mhh Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48