5-700 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fimm árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:59 Mynd af Barónsreit úr kynningu Reykjavíkuborgar Mynd/Reykjavíkurborg Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur. Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur.
Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent