Þrjú hundruð ný störf á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. nóvember 2018 14:08 Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri óska hér hvort öðru til hamingju með nýja miðbæinn þegar skóflustungan fór fram í gær. Vísir/MHH Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“ Árborg Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins. Fyrstu skóflustungurnar af nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar í gær í roki og rigningu. Skurðgröfurnar og vörubílarnir munu síðan mæta á svæðið á þriðjudaginn en það er Borgarverk á Selfossi sem mun sjá um jarðvegsframkvæmdir og JÁVERK á Selfossi mun sjá um smíðavinnuna. Leó Árnason er framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags sem byggir nýja miðbæinn. „Við ætlum að fara að byggja núna í fyrsta áfanga í nýjum miðbæ 13 hús sem að eins og sumir vita eiga það öll sameiginlegt að hafa einhvern tíman staðið á Íslandi en verið rifin niður eða brunnið og við ætlum að endurútgefa sögu þessara húsa og byggja upp hér byggingasögusafn fyrir tiltekið tímabil á Íslandi.Leó Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sigtún Þróunarfélagi sem mun byggja nýjan miðbæ á Selfossi.Vísir/MHHÞað verður lagt áherslu á Skyrheima, safnið sem á að vera um skyr og sögu mjólkuriðnaðarins. það verður mjög fjölbreytt starfsemi önnur í því húsi. Síðan verða þarna veitingastaðir, verslanir, skrifstofur og íbúðir. Þetta verður alvöru miðbær með öllu því sem þarf að gera til að miðbær verði sem skemmtilegastur,“ segir Leó Árnason. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður tilbúin árið 2020 og mun kosta tæpa tvo milljarða. Leó segist reikna með að nýi miðbærinn munu skapa 250 til 300 ný störf á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg er ánægður með að framkvæmdir séu að hefjast við nýja miðbæinn. „Þetta er spennandi verkefni og menn hafa stórar hugmyndir. Ég vona að þetta gangi allt vel upp. Það eru auðvitað vaxtaverkir í byrjun, það þarf að koma þessu fyrir, þrengja að umferðinni. Það er auðvitað hægt að láta þetta pirra sig en ég held að fyrst og fremst verðum við bara að einblína á að þetta verkefni gangi vel og að það heppnist síðan vel.“
Árborg Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira