Vinn oftast best undir pressu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 13:00 Ásgerður Stefanía er farin úr Garðabænum. vísir/eyþór Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira