Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2018 08:49 Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. Vísir/egill Enn hefur ekki verið hægt að ræða við fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sökum ástands. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Lögreglan var nýbúin að funda með Brunavörnum Árnessýslu þegar Oddur ræddi við Vísi í morgun. Hann segir að rætt verður við fólkið í dag. Oddur segir að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar á brunanum. Spurður hvort að fólkið væri grunað um eitthvað vildi Oddur ekki gefa neitt upp en ítrekaði fyrri yfirlýsingar frá lögreglu þess efnis að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar málsins og ekki hefur verið hægt að ræða við það sökum ástands. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Lögreglan mun því væntanlega þurfa að taka ákvörðun um það síðar í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu ef til stendur að halda því lengur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu. Lögreglan á Suðurlandi sagði fólkið í haldi vera húsráðanda og gestkomandi konu. Staðfest er að karl og kona voru á efri hæð hússins.Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og morgun. Húsið er var að mestu einangrað með spæni og hafa slökkviliðsmenn þurft að fylgjast vel með húsinu og slökkva í glæðum sem hafa logað þar í nótt. Ef ekki væri fyrir rannsókn málsins væri búið að rífa húsið. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni vegna málsins klukkan 08:50:Slökkvilið hefur nú afhent brunavettvang á Kirkjuvegi á Selfossi til lögreglu til rannsóknar. Enn eru að koma upp glæður í húsinu og því verður brunavakt áfram við vettvang. Lögregla og tæknideild eru að hefja vinnu á vettvangi en byrjað verður á því að tryggja milligólf vegna hrunhættu. Skýrslutökur af málsaðilum sem handteknir voru á vettvangi fara fram í dag. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Enn hefur ekki verið hægt að ræða við fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sökum ástands. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Lögreglan var nýbúin að funda með Brunavörnum Árnessýslu þegar Oddur ræddi við Vísi í morgun. Hann segir að rætt verður við fólkið í dag. Oddur segir að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar á brunanum. Spurður hvort að fólkið væri grunað um eitthvað vildi Oddur ekki gefa neitt upp en ítrekaði fyrri yfirlýsingar frá lögreglu þess efnis að fólkið sé í haldi vegna rannsóknar málsins og ekki hefur verið hægt að ræða við það sökum ástands. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara. Lögreglan mun því væntanlega þurfa að taka ákvörðun um það síðar í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu ef til stendur að halda því lengur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu. Lögreglan á Suðurlandi sagði fólkið í haldi vera húsráðanda og gestkomandi konu. Staðfest er að karl og kona voru á efri hæð hússins.Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og morgun. Húsið er var að mestu einangrað með spæni og hafa slökkviliðsmenn þurft að fylgjast vel með húsinu og slökkva í glæðum sem hafa logað þar í nótt. Ef ekki væri fyrir rannsókn málsins væri búið að rífa húsið. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni vegna málsins klukkan 08:50:Slökkvilið hefur nú afhent brunavettvang á Kirkjuvegi á Selfossi til lögreglu til rannsóknar. Enn eru að koma upp glæður í húsinu og því verður brunavakt áfram við vettvang. Lögregla og tæknideild eru að hefja vinnu á vettvangi en byrjað verður á því að tryggja milligólf vegna hrunhættu. Skýrslutökur af málsaðilum sem handteknir voru á vettvangi fara fram í dag.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09