15 manns bjargað þegar Fjordvik strandaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 3. nóvember 2018 21:00 Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Engan sakaði en hundrað tonn af olíu og sextán hundruð tonn af sementi eru í skipinu og hætta á að efnin fari í sjóinn. Lítið hefur verið hægt að aðhafast á vettvangi vegna veðurs. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang og rétt fyrir klukkan tvö í nótt hafði tekist að bjarga allri áhöfninni sem var verulega brugðið. Lögregla tók skýrslur af skipstjóranum í nótt en áhöfnin var flutt til Reykjanesbæjar. Skipið var fullhlaðið þegar slysið var en til stóð að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Þaðan átti skipið að fara til Akureyrar með sement. Tankur skipsins tekur rúmlega hundrað tonn af díselmarineolíu og hefur mikil olíu- og sementslykt verið á svæðinu eftir slysið.Vísir/EinarAðstæður litu ekki vel út Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, segir að útlitið hafi verið svart í upphafi og aðstæður ekki litið vel út. Þó hafi þeim fljótlega orðið ljóst að þetta væri gerlegt. „Það er auðvitað kolsvart myrkur og öldubrotið gekk yfir varnargarðinn og yfir okkur og gerðu björgunarstörf erfið fyrir.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Stöð 2 að möguleikar væru á því að bjarga skipinu úr þessum aðstæðum en það ætti eftir að skýrast betur á morgun. Farið verður um borð í skipið á morgun en í kvöld og nótt verða aðstæður útbúnar til þess að tryggja öryggi fyrir aðgerðir morgundagsins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og umhverfisstofnun áttu fund í dag til að meta aðstæður en veður hamlaði störfum rannsóknarteymis. Um miðjan dag var ekki vitað hvað olli slysinu og ekki er vitað hversu skemmt skipið er.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15
Líklega sjór í vélarúminu "Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. 3. nóvember 2018 09:10