Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2018 12:00 Myndin í efra vinstra horninu er mögulegt útlit þeirra húsa sem horft er til hér á landi. Mynd/Hoffell/Já.is Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Borgin leggur fram þróunarreiti á sjö stöðum í verkefnið þar sem byggja mætti um 500 íbúðir. Alls voru níu teymi valin til þess að fara í viðræður við borgina um uppbyggingu á reitunum og er byggingarfélagið Hoffell eitt af þeim. Lóðin sem reiknað er með að félagið fái er önnur tveggja í Gufunesi en á hinni lóðinni er gert ráð fyrir að félag sem nefnist Þorpið muni reisa um 120 litlar íbúðir.„Við erum með byggingarkerfi frá Skandinavíu sem er timburburðarvirki. þetta er mjög vinsælt kerfi í Skandinavíu. Allt byggingarefni kemur forsniðið og merkt í gámi þegar það kemur til landsins. Það þarf ekkert að saga og mæla. Þetta er bara sett upp samkvæmt teikningum,“ segir Júlíus Þór Júlíusson, forsvarsmaður Hoffells í samtali við Vísi um húsin sem félagið hefur í huga fyrir reitinn í Gufunesi.Auk Hoffells koma Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., Efla verkfræðistofa og norska arkitektastofan Urbanhus að verkefninu. Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu í Gufunesi á næstu árum þar sem gert er ráð fyrir kvikmyndaþorpi og tölvuverðri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði.Júlíus Þór Júlíusson, forsvarsmaður Hoffells.Mynd/HoffellTímabært að horfa á eitthvað annað en bara steypu Júlíus segir að tímabært sé að fara að horfa til annarra lausna en hinnar hefðbundnu steypu þegar kemur að því að byggja hús hér á landi. Gott sé að horfa til Skandinavíu í þeim efnum þar sem fjölbreyttar byggingarlausnir séu við lýði. Reiknað er með að húsin á þeirri lóð sem um ræðir verði ýmist þriggja eða fjögurra hæða og að meðalstærð íbúða verði 60-70 fermetrar. Íbúðirnar verða eins til þriggja herbergja en einnig er gert ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika innan íbúðanna. „Við reynum að hanna íbúðirnar þannig að þú getur breytt aðeins skipulagi,“ segir Júlíus. Þannig verði hægt að fjölga eða fækka veggjum til þess að búa til eða sameina herbergi. Þetta geri það að verkum að íbúar ættu að geta búið í hverri íbúð í lengri tíma hverju sinni. „Þetta kemur ekki niður á gæðum. Í mínu tilfelli þá eru Skandinavar mjög kröfuharðir kúnnar og vilja nútímaleg hús og íbúðir og eru með ákveðnar kröfur,“ segir Júlíus sem leggur áherslu á að innréttingar verði bæði nútímalegar og hagkvæmar.Lóðin sem Hoffell gerir ráð fyrir að byggja á er merkt B 1.4.Íbúðirnar ýmist seldar til einstaklinga eða leigufélaga Markhópurinn er sem fyrr segir ungt fólk en markmið Hoffells er að íbúðirnar verði seldar til einstaklinga eða til leigufélaga sem leigi íbúðirnar. Júlíus Þór hefur trú á því að kaupverð íbúðanna eða leiguverðið sem leigufélögin sem muni hugsanlega kaupa íbúðirnar veðri vel viðráðanlegt fyrir ungt fólk. Það helgist meðal annars af því að borgin mun úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda. „Ég hef á tilfinningu að innkaupsverðið sem verði á íbúðunum muni hjálpa til við að halda verðinu niðri. Ef þú ert með lágt innkaupsverð þá færðu út lægri leigu,“ segir Júlíus sem telur að þetta verkefni sé mjög þarft. „Ég held að það sé byrjun á breytingum á fasteignamarkaðinum,“ segir Júlíus. „Það gefur öðrum tækifæri sem telja sig vera með hagkvæmar lausnir og nýta þær til að byggja upp hagkvæmt húsnæði.“Dæmi um eitt af þeim húsum sem Hoffell hyggst reisa en endanleg hönnunarvinna liggur ekki fyrir.Mynd/HoffellInnan við eitt ár að klára eitt hús Hoffell er nú í viðræðum við borgina um lóðavilyrði á lóðinni en samningar þurfa að nást áður en að framkvæmdir geta hafist. Júlíus reiknar þó ekki með öðru en að samningar náist en á vef borgarinnar segir að lögð sé áhersla á að verkefnin gangi hratt og vel fyrir sig. Júlíus segir að viðræðum loknum fari hönnunarferli af stað. Þegar því sé lokið megi reikna með að hægt sé að byggja eitt af þeim húsum sem á að reisa á innan við ári en að heildarframkvæmdartími verði um tvö ár.Kynningu Júlíusar á verkefninu má sjá hér að neðan. Kynningin hefst þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 16. september 2018 21:10 Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Borgin leggur fram þróunarreiti á sjö stöðum í verkefnið þar sem byggja mætti um 500 íbúðir. Alls voru níu teymi valin til þess að fara í viðræður við borgina um uppbyggingu á reitunum og er byggingarfélagið Hoffell eitt af þeim. Lóðin sem reiknað er með að félagið fái er önnur tveggja í Gufunesi en á hinni lóðinni er gert ráð fyrir að félag sem nefnist Þorpið muni reisa um 120 litlar íbúðir.„Við erum með byggingarkerfi frá Skandinavíu sem er timburburðarvirki. þetta er mjög vinsælt kerfi í Skandinavíu. Allt byggingarefni kemur forsniðið og merkt í gámi þegar það kemur til landsins. Það þarf ekkert að saga og mæla. Þetta er bara sett upp samkvæmt teikningum,“ segir Júlíus Þór Júlíusson, forsvarsmaður Hoffells í samtali við Vísi um húsin sem félagið hefur í huga fyrir reitinn í Gufunesi.Auk Hoffells koma Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., Efla verkfræðistofa og norska arkitektastofan Urbanhus að verkefninu. Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu í Gufunesi á næstu árum þar sem gert er ráð fyrir kvikmyndaþorpi og tölvuverðri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði.Júlíus Þór Júlíusson, forsvarsmaður Hoffells.Mynd/HoffellTímabært að horfa á eitthvað annað en bara steypu Júlíus segir að tímabært sé að fara að horfa til annarra lausna en hinnar hefðbundnu steypu þegar kemur að því að byggja hús hér á landi. Gott sé að horfa til Skandinavíu í þeim efnum þar sem fjölbreyttar byggingarlausnir séu við lýði. Reiknað er með að húsin á þeirri lóð sem um ræðir verði ýmist þriggja eða fjögurra hæða og að meðalstærð íbúða verði 60-70 fermetrar. Íbúðirnar verða eins til þriggja herbergja en einnig er gert ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika innan íbúðanna. „Við reynum að hanna íbúðirnar þannig að þú getur breytt aðeins skipulagi,“ segir Júlíus. Þannig verði hægt að fjölga eða fækka veggjum til þess að búa til eða sameina herbergi. Þetta geri það að verkum að íbúar ættu að geta búið í hverri íbúð í lengri tíma hverju sinni. „Þetta kemur ekki niður á gæðum. Í mínu tilfelli þá eru Skandinavar mjög kröfuharðir kúnnar og vilja nútímaleg hús og íbúðir og eru með ákveðnar kröfur,“ segir Júlíus sem leggur áherslu á að innréttingar verði bæði nútímalegar og hagkvæmar.Lóðin sem Hoffell gerir ráð fyrir að byggja á er merkt B 1.4.Íbúðirnar ýmist seldar til einstaklinga eða leigufélaga Markhópurinn er sem fyrr segir ungt fólk en markmið Hoffells er að íbúðirnar verði seldar til einstaklinga eða til leigufélaga sem leigi íbúðirnar. Júlíus Þór hefur trú á því að kaupverð íbúðanna eða leiguverðið sem leigufélögin sem muni hugsanlega kaupa íbúðirnar veðri vel viðráðanlegt fyrir ungt fólk. Það helgist meðal annars af því að borgin mun úthluta lóðunum á föstu verði, 45 þúsund krónur á fermetrann ofanjarðar auk gatnagerðargjalda. „Ég hef á tilfinningu að innkaupsverðið sem verði á íbúðunum muni hjálpa til við að halda verðinu niðri. Ef þú ert með lágt innkaupsverð þá færðu út lægri leigu,“ segir Júlíus sem telur að þetta verkefni sé mjög þarft. „Ég held að það sé byrjun á breytingum á fasteignamarkaðinum,“ segir Júlíus. „Það gefur öðrum tækifæri sem telja sig vera með hagkvæmar lausnir og nýta þær til að byggja upp hagkvæmt húsnæði.“Dæmi um eitt af þeim húsum sem Hoffell hyggst reisa en endanleg hönnunarvinna liggur ekki fyrir.Mynd/HoffellInnan við eitt ár að klára eitt hús Hoffell er nú í viðræðum við borgina um lóðavilyrði á lóðinni en samningar þurfa að nást áður en að framkvæmdir geta hafist. Júlíus reiknar þó ekki með öðru en að samningar náist en á vef borgarinnar segir að lögð sé áhersla á að verkefnin gangi hratt og vel fyrir sig. Júlíus segir að viðræðum loknum fari hönnunarferli af stað. Þegar því sé lokið megi reikna með að hægt sé að byggja eitt af þeim húsum sem á að reisa á innan við ári en að heildarframkvæmdartími verði um tvö ár.Kynningu Júlíusar á verkefninu má sjá hér að neðan. Kynningin hefst þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 16. september 2018 21:10 Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 16. september 2018 21:10
Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09
Íbúðir á minna en 20 milljónir Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. 2. nóvember 2018 12:08