Aron Einar gefur út bók: Ég hef fullorðnast í sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:45 Aron Einar Gunnarsson á HM síðast sumar. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er að gefa út bók um þessi jól en hann segist vilja miðla því til næstu kynslóðar hvað hann og strákarnir í landsliðinu hafi lagt á sig til að ná árangri. Bókin hans Aron Einars heitir „Aron - Sagan mín“ Aron Einar segist hleypa fólki nær sér í þessari bók en í viðtölum við fjölmiðla. „Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér. Fótboltaviðtöl rista grunnt og gefa ekki mikla innsýn í hver ég er í raun og veru,“ segir Aron Einar í fréttatilkynningu um bókina. „Mig langaði að kynna mig á eigin forsendum og mig langaði líka til að skilja eitthvað eftir mig. Koma þessum augnablikum og minningum á blað á meðan þetta er manni ennþá ferskt í huga,“ segir Aron Einar. „Ég fékk hugmyndina um það leyti sem við vorum að tryggja okkur á EM. Ég skynjaði strax að þetta væri eitthvað sem mig langaði að muna sem best þannig að ég byrjaði að punkta hjá mér. Í fyrstu bara fyrir sjálfan mig. Í ljósi þess hversu mikinn áhuga fólk hefur sýnt landsliðinu á undanförnum árum fann ég fljótlega að efniviðurinn gæti höfðað til almennings,“ segir Aron Einar.„Bókin fjallar um vegferð mína frá Akureyri yfir á stærstu svið heims — EM og HM — og allt sem ég hef þurft að leggja á mig til að komast þangað. Hún fjallar einnig um alla þá helstu sem eiga hlut í árangrinum með mér. Ég gef fólki líka innsýn í ýmis þekkt atvik á ferli mínum, t.d. fæðingu sonar míns sem ég missti af, ummæli í fréttaviðtali sem gerðu mig að skúrki og meiðslin sem ég varð fyrir skömmu fyrir HM,“ segir Aron Einar. Vinnan við bókina hófst í byrjun ársins og var hún í vinnslu í hátt í sjö mánuði. Einar Lövdahl, skrásetur bókina en hann fór út til Arons í Cardiff í mars þar sem þeir lögðum línurnar. „Upp frá því heyrðumst við vikulega í gegnum FaceTime. Þannig festi Einar sögu mína á blað. Við heyrðum í gömlum þjálfurum mínum og nutum aðstoðar frá fjölskyldu minni og samherjum í landsliðinu við efnisöflun,“ segir Aron Einar. Aron – Sagan mín er í kringum 20. nóvember.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira